„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2025 11:47 Ívar Örn býst við baráttu í Krikanum í dag. Vísir/Diego „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Ívar var nýlentur á höfuðstaðnum þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann segist spenntur fyrir leik dagsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum að koma undan góðri frammistöðu í síðasta leik og hópurinn er allur að taka betri mynd á sig núna.“ Barátta í háloftum og um seinni bolta KA hafði tapað þremur leikjum í röð þegar liðið mætti KR síðustu helgi, þar á meðal fyrir toppbaráttuliðum Víkings og Vals. KA vann afar sterkan 2-1 sigur á KR þar sem þéttleiki og barátta einkenndi leik liðsins og segir Ívar léttari stemningu hafa einkennt nýliðna æfingaviku eftir langþráðan sigur. „Heldur betur. Það er margoft búið að ræða að Valsleikurinn var one-off og Víkingsleikurinn þar áður var ágætis frammistaða. Það var bara farið aftur í grunngildin gegn KR, línurnar þéttar saman. Við sóttum mjög mikilvæg stig í þeim leik,“ „Leikurinn í dag verður klárlega barátta um seinni boltann. FH vill spila mikið í háloftunum en svo sem rennandi blautur grasvöllur sem bíður okkar í dag og við Akureyringar eru m mjög hlynntir því að spila á grasi og gerðum það flestir leikmenn lengi vel á grasi. Okkur líður ennþá best þar,“ segir Ívar en býst hann þá við því að þurfa að skalla marga bolta í dag? „Eftir greiningu á FH-ingunum eru þeir með mjög skýrt upplegg og eru mjög góðir í því sem þeir gera. Þar er það baráttan um annan boltann, þeir eru oftar en ekki yfir í þeirri baráttu. Við þurfum að matcha það, ef ekki gera betur, ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Það er bara þannig.“ Sex stiga leikur Liðin tvö eru jöfn að stigum fyrir leik dagsins, eins og ÍBV, öll þrjú lið eru með 15 stig. KA situr í fallsæti vegna markatölu en FH er í 9. sætinu fyrir ofan áðurnefnd liðin tvö. Það má því segja að um sex stiga leik sé að ræða. „Þetta er rosalega þéttur pakki. Það eru þrjú lið jöfn að stigum þar sem markatalan greinri á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stigin og ýta okkur aðeins upp úr þessu fallsæti. Við erum núna bara farnir að horfa upp á við.“ Leikur FH og KA hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KA FH Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Ívar var nýlentur á höfuðstaðnum þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann segist spenntur fyrir leik dagsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum að koma undan góðri frammistöðu í síðasta leik og hópurinn er allur að taka betri mynd á sig núna.“ Barátta í háloftum og um seinni bolta KA hafði tapað þremur leikjum í röð þegar liðið mætti KR síðustu helgi, þar á meðal fyrir toppbaráttuliðum Víkings og Vals. KA vann afar sterkan 2-1 sigur á KR þar sem þéttleiki og barátta einkenndi leik liðsins og segir Ívar léttari stemningu hafa einkennt nýliðna æfingaviku eftir langþráðan sigur. „Heldur betur. Það er margoft búið að ræða að Valsleikurinn var one-off og Víkingsleikurinn þar áður var ágætis frammistaða. Það var bara farið aftur í grunngildin gegn KR, línurnar þéttar saman. Við sóttum mjög mikilvæg stig í þeim leik,“ „Leikurinn í dag verður klárlega barátta um seinni boltann. FH vill spila mikið í háloftunum en svo sem rennandi blautur grasvöllur sem bíður okkar í dag og við Akureyringar eru m mjög hlynntir því að spila á grasi og gerðum það flestir leikmenn lengi vel á grasi. Okkur líður ennþá best þar,“ segir Ívar en býst hann þá við því að þurfa að skalla marga bolta í dag? „Eftir greiningu á FH-ingunum eru þeir með mjög skýrt upplegg og eru mjög góðir í því sem þeir gera. Þar er það baráttan um annan boltann, þeir eru oftar en ekki yfir í þeirri baráttu. Við þurfum að matcha það, ef ekki gera betur, ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Það er bara þannig.“ Sex stiga leikur Liðin tvö eru jöfn að stigum fyrir leik dagsins, eins og ÍBV, öll þrjú lið eru með 15 stig. KA situr í fallsæti vegna markatölu en FH er í 9. sætinu fyrir ofan áðurnefnd liðin tvö. Það má því segja að um sex stiga leik sé að ræða. „Þetta er rosalega þéttur pakki. Það eru þrjú lið jöfn að stigum þar sem markatalan greinri á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stigin og ýta okkur aðeins upp úr þessu fallsæti. Við erum núna bara farnir að horfa upp á við.“ Leikur FH og KA hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KA FH Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira