Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 17:34 Heimir Már Pétursson er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir minnisblaði um 71. grein þingskapalaga til að grennslast fyrir um sögu þess. Hann segir enga sérstaka ástæðu fyrir beiðninni á þeim tímapunkti. „Auk mín starfa tveir löglærðir aðstoðarmenn hjá þingflokki Flokks fólksins. Ég óskaði eftir því við annan starfsmanninn að grennslast fyrir um sögu 71. gr. þingskapa þar sem ákvæðið sker sig úr flestum ákvæðum þingskapa sem farið er eftir dagsdaglega,“ segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi og framkvæmdastjóri Flokks fólksins í skriflegu svari til fréttastofu. Heimir Már segist ekki muna nákvæmlega eftir hvaða dag var óskað eftir upplýsingunum. Minnisblaðið er, samkvæmt umfjöllun RÚV, dagsett 7. maí sem er tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. „Okkur þótti þetta alls ekki merkilegt, bara hluti af daglegum störfum okkar starfsmanna. Við erum oft í viku í alls kyns samskiptum, mest munnulegum, við starfsmenn á öllum sviðum skrifstofu Alþingis,“ segir hann. „Enginn sérstök ástæða var fyrir því að óskað var eftir þessum upplýsingum frá rannsóknarsviði skrifstofu Alþingis á þeim tímapunkti.“ Heimir segir það skyldu starfsmanna að þekkja þingskapalögin og sögu þeirra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa beðið forseta Alþingis um að athuga hvers vegna óskað hafi verið eftir minnisblaðinu. Þingmennirnir voru afar óánægðir með ákvörðunina en sagði Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, að starfsfólk flokksins hefði óskað eftir minnisblaðinu líkt og Heimir Már staðfestir. Flokkur fólksins Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Auk mín starfa tveir löglærðir aðstoðarmenn hjá þingflokki Flokks fólksins. Ég óskaði eftir því við annan starfsmanninn að grennslast fyrir um sögu 71. gr. þingskapa þar sem ákvæðið sker sig úr flestum ákvæðum þingskapa sem farið er eftir dagsdaglega,“ segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi og framkvæmdastjóri Flokks fólksins í skriflegu svari til fréttastofu. Heimir Már segist ekki muna nákvæmlega eftir hvaða dag var óskað eftir upplýsingunum. Minnisblaðið er, samkvæmt umfjöllun RÚV, dagsett 7. maí sem er tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. „Okkur þótti þetta alls ekki merkilegt, bara hluti af daglegum störfum okkar starfsmanna. Við erum oft í viku í alls kyns samskiptum, mest munnulegum, við starfsmenn á öllum sviðum skrifstofu Alþingis,“ segir hann. „Enginn sérstök ástæða var fyrir því að óskað var eftir þessum upplýsingum frá rannsóknarsviði skrifstofu Alþingis á þeim tímapunkti.“ Heimir segir það skyldu starfsmanna að þekkja þingskapalögin og sögu þeirra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa beðið forseta Alþingis um að athuga hvers vegna óskað hafi verið eftir minnisblaðinu. Þingmennirnir voru afar óánægðir með ákvörðunina en sagði Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, að starfsfólk flokksins hefði óskað eftir minnisblaðinu líkt og Heimir Már staðfestir.
Flokkur fólksins Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels