Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Íþróttadeild Sýnar skrifar 10. júlí 2025 21:31 Íslenska liðið þjappaði sér saman í restina en stærstur hluti leiksins var ekki góður Vísir/Anton Brink Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið] EM 2025 í Sviss Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið]
EM 2025 í Sviss Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira