Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Íþróttadeild Sýnar skrifar 10. júlí 2025 21:31 Íslenska liðið þjappaði sér saman í restina en stærstur hluti leiksins var ekki góður Vísir/Anton Brink Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið] EM 2025 í Sviss Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins og var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Það gekk illa að tengja saman á milli varnar og sóknar í kvöld og miðja Íslands var algjörlega ósýnileg á köflum en góður lokasprettur hjá Íslandi lagaði stöðuna aðeins til. Það breytir þó ekki svekkelsinu og Ísland er úr leik með núll stig. Einkunnir liðsins má sjá hér að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [4] Hefði mögulega átt að gera betur bæði í öðru og fjórða marki Noregs. Var svo skilin eftir varnarlaus í þriðja markinu þegar íslenska vörnin var spiluð sundur og saman. Greip ágætlega inn í inn á milli en heilt yfir ekki góð frammistaða. Sædís Rún Heiðarsdóttir vinstri bakvörður [4] Uppspilið var ýmist á leið til vinstri eða í gegnum Ingibjörgu og það gekk ekki vel. Varnarlína Íslands leit einfaldlega mjög illa út á löngum köflum í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Fyrirliðinn reyndi greinilega að hvetja sínar konur áfram í kvöld en línan öll á hælunum oft og Glódís engin undantekning. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [3] Uppspilið átti greinilega oft að byrja hjá Ingibjörgu sem gekk brösulega. Komst aldrei í sinn takt í kvöld. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Mjög ólík sjálfri sér í þessum leik, óörugg, stundum illa staðsett og skilaði boltanum illa frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Alveg týnd á miðjunni á löngum köflum en átti skallann sem datt fyrir Sveindísi í fyrsta markinu. Fór af velli á 82. mínútu. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [3] Alveg týnd á miðjunni og skipt útaf á 57. mínútu fyrir Hildi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [3] Svo til alveg týnd á miðjunni. Átti hornspyrnuna sem gaf af sér fyrsta mark Íslands. Katla Tryggvadóttir, vinstri vængmaður [3] Sást lítið í leiknum, kannski vegna þess að boltinn fór oftar en ekki í gegnum hinn vænginn hjá Sveindísi. Skipt útaf á 57. mínútu fyrir Öglu Maríu. Sandra María Jessen, framherji [5] Var oft alein að kljást við tvo til þrjá varnarmenn meðan að íslenska liðið reyndi að koma sér í stöðu. Erfitt hlutverk í leik þar sem miðjan var ekki að tengja á milli sóknar og varnar. Fékk hálfgert dauðafæri á 70. mínútu sem endaði í hliðarnetinu. Fór af velli á 71. mínútu fyrir Hlín. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri vængmaður [8] Hljóp og vann val allan leikinn. Skoraði fyrsta mark Íslands og lagði upp næsta sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Langbesti leikmaður Íslands í dag. Varamenn Agla María Albertsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Kom inn á með baráttu og djöfulgang í erfiðri stöðu. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á fyrir Kötlu Tryggvadóttur á 57. mínútu [4] Líkt og Agla þá kom Dagný inn á þegar liðið var í brekku en kom með smá festu inn á miðjuna. Skellti svo í vitlaust innkast í blálokin þegar Ísland hefði getað brunað í síðustu sókn leiksins í uppbótartíma. Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu á 71 . mínútu. [7] Mjög flott innkoma hjá Hlín. Skoraði mark með öruggri afgreiðslu og fiskaði svo vítaspyrnu í uppbótartíma Amanda Andradóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 71 . mínútu [5] Við skoruðum tvö mörk eftir að Amanda kom inn á, svo eitthvað gerði hún rétt. Berglind Rós Ágústsdóttir kom inn á fyrir Alexöndru Jóhannsdóttir á 82. mínútu. [Spilaði of lítið]
EM 2025 í Sviss Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira