Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar 10. júlí 2025 19:03 Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun