Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar 10. júlí 2025 18:03 Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant. Hvammsvirkjun er vandað og vel undirbúið verkefni og þegar hverflar virkjunarinnar fara að snúast fáum við langþráða orku til orkuskipta, nýsköpunar og áframhaldandi velsældar. Nokkuð hefur borið á misskilningi í kjölfar dóms Hæstaréttar sem féll sl. miðvikudag og fullyrðingar heyrst um að nú sé Hvammsvirkjun jafnvel úr sögunni. Ekkert er fjær lagi. Í málinu komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar væri ógilt. Ekki vegna þess að neitt væri athugavert við hönnun virkjunarinnar, áætlanir um uppbyggingu hennar eða væntanlegan rekstur. Ástæðan var sú ein, að Alþingi voru mislagðar hendur þegar ný lög voru sett um stjórn vatnamála árið 2011. Fyrir mistök var ein lagagrein orðuð eins og Alþingi væri þar að banna allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatn (á vatnshlot, eins og það er kallað). Það var þó alveg ljóst af umræðum á þingi á þeim tíma að Alþingi ætlaði sér aldrei að leggja allsherjar bann við t.d. brúarsmíði, hafnargerð eða vatnsaflsvirkjunum. Einhugur á Alþingi Eftir að Héraðsdómur Reykjavikur komst að sömu niðurstöðu í janúar sl. brást Alþingi hart við, að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og samþykkti ný lög þar sem þetta var lagfært. Þessi nýju lög voru samþykkt af öllum viðstöddum þingmönnum, 57 talsins. Vilji löggjafans gæti ekki verið skýrari og Alþingi á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín um leið og bent var á þau. Saga undirbúnings Hvammsvirkjunar er orðin löng og umsóknarferli ákaflega langt og flókið. Það var því óheppilegt að þessi mistök við lagasetningu skyldu bætast þar ofan á en við hljótum að halda ótrauð áfram. Hvammsvirkjun verður áttunda aflstöðin á svæðinu og sú fyrsta í byggð. Með því að virkja fall Þjórsár neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það hefur verið leiðarljós orkufyrirtækis þjóðarinnar í sextíu ár og verður áfram. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant. Hvammsvirkjun er vandað og vel undirbúið verkefni og þegar hverflar virkjunarinnar fara að snúast fáum við langþráða orku til orkuskipta, nýsköpunar og áframhaldandi velsældar. Nokkuð hefur borið á misskilningi í kjölfar dóms Hæstaréttar sem féll sl. miðvikudag og fullyrðingar heyrst um að nú sé Hvammsvirkjun jafnvel úr sögunni. Ekkert er fjær lagi. Í málinu komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar væri ógilt. Ekki vegna þess að neitt væri athugavert við hönnun virkjunarinnar, áætlanir um uppbyggingu hennar eða væntanlegan rekstur. Ástæðan var sú ein, að Alþingi voru mislagðar hendur þegar ný lög voru sett um stjórn vatnamála árið 2011. Fyrir mistök var ein lagagrein orðuð eins og Alþingi væri þar að banna allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatn (á vatnshlot, eins og það er kallað). Það var þó alveg ljóst af umræðum á þingi á þeim tíma að Alþingi ætlaði sér aldrei að leggja allsherjar bann við t.d. brúarsmíði, hafnargerð eða vatnsaflsvirkjunum. Einhugur á Alþingi Eftir að Héraðsdómur Reykjavikur komst að sömu niðurstöðu í janúar sl. brást Alþingi hart við, að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og samþykkti ný lög þar sem þetta var lagfært. Þessi nýju lög voru samþykkt af öllum viðstöddum þingmönnum, 57 talsins. Vilji löggjafans gæti ekki verið skýrari og Alþingi á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín um leið og bent var á þau. Saga undirbúnings Hvammsvirkjunar er orðin löng og umsóknarferli ákaflega langt og flókið. Það var því óheppilegt að þessi mistök við lagasetningu skyldu bætast þar ofan á en við hljótum að halda ótrauð áfram. Hvammsvirkjun verður áttunda aflstöðin á svæðinu og sú fyrsta í byggð. Með því að virkja fall Þjórsár neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það hefur verið leiðarljós orkufyrirtækis þjóðarinnar í sextíu ár og verður áfram. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar