Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 11:29 Þorgerður Katrín fór ekki leynt með óánægju sína með framferði stjórnarandstöðunnar. Vísir/Ívar Fannar Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfsaldursforseti þingsins, gerði það að umræðuefni sínu í umræðum um óvænt ávarp forsætisráðherra á þingfundi í morgun. „Í ljósi þess að ég hef lengstu þingreynsluna, langlengstu þingreynsluna, ætla ég að leyfa mér að fullyrða að ég hef aldrei aldrei, aldrei, aldrei upplifað það ástand sem er í þinginu núna akkúrat. Þetta snýst einmitt um virðingu fyrir lýðræðinu, virðingu fyrir þingræðinu, virðingu fyrir þeim leikreglum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkur sé að verða jaðarflokkur Hún sagðist vilja koma þeim skilaboðum til eina formanns stjórnarandstöðuflokks sem var viðstaddur, sem urðu reyndar tveir þegar hún hafði sleppt orðinu, að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig. Það er mjög mikilvægt að þingmenn nýti málfrelsið, það er mikilvægt að við virðum málfrelsið en það er líka jafnmikilvægt að stoppa misnotkun á málfrelsi þingmanna, sem er notað til þess eins að koma í veg fyrir að ég og allir þingmennirnir sem eru hér inni geti notað stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að greiða atkvæði um mál. Hafa skuli í huga út á hvað þingið gangi, mál séu lögð fram, þau rædd, skoðuð í nefnd, rædd aftur og lokapunkturinn á afgreiðslu þingsins sé að þingmenn greiði atkvæði um mál. Út á það gangi lýðræðið. „En við erum búin að vera föst í málþófi í meira en mánuð, það var byrjað á bókuninni [35]. Svo er komið með veiðigjöldin. Svo er komið með veiðigjöldin, sterkustu birtingarmynd varnar um sérhagsmuni af hálfu stjórnarandstöðunnar.“ Stjórnarandstaðan hafi komið með eigið veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín segir formenn stjórnarflokkanna sannarlega hafa lagt fram tillögur að þinglokum. „Stjórnarandstaðan hefur náðarsamlegast í samtali við þingflokksformenn og síðan formenn sagt: Heyrðu, við ætlum bara að slátra eiginlega öllum ykkar málum. Aðalmálunum. Hér eru tíu mál, þið fáið eiginlega flestöll ekki. Við ætlum að gera nokkrar breytingar á tveimur málum og svo erum við með hérna reyndar, virðulegi forseti, við erum hérna með mál um veiðigjöld, sem er okkar mál, mál sem við semjum, að mínu mati reyndar samið hjá SFS, en hér er mál sem þið í stjórnarmeirihlutanum megið náðarsamlegast leggja fram.“ „Að ríkisstjórnarmeirihlutinn megi leggja fram þingmál stjórnarandstöðunnar. Það sjá allir að þetta er skrumskæling á lýðræðinu. Þetta er misnotkun á leikreglum lýðræðisins og það er það sem er undir. Þessi ríkisstjórn mun ekki láta undan kröfum sérhagsmunaafla og þau eru hér inni í formi stjórnarandstöðunnar,“ sagði Þorgerður Katrín og uppskar kröftugt „heyr, heyr“, eins og búast mátti við af stjórnarþingmönnum.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira