Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2025 23:03 Foreldraþorpið hefur það að markmiði að efla eftirlit með sumarpartýum barna og þannig tryggja betur öryggi þeirra.. Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr. Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr.
Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira