Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2025 23:03 Foreldraþorpið hefur það að markmiði að efla eftirlit með sumarpartýum barna og þannig tryggja betur öryggi þeirra.. Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr. Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr.
Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira