Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 9. júlí 2025 08:02 Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Héðinn Kristjánsson Sósíalistaflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar