Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2025 14:35 Húsið er á Völlunum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu. Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Kaupendurnir höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur seljendunum til heimtu skaðabóta í október árið 2022. Héraðsdómur sýknaði seljendurna og Landsréttur staðfesti sýknudóminn í maí síðastliðnum. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar á sínum tíma. Í stuttu máli var niðurstaða beggja dómstóla sú að kaupendurnir hefði ótvírætt tapað rétti sínum til að bera fyrir sig ætlaða vanefnd á kaupsamningi þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt um hana fyrr en fjórtán árum eftir afhendingu hússins. Töldu málið fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni kaupendanna segir að þeir hafi byggt á því að málið sé fordæmisgefandi um túlkun og samspil tveggja tiltekinna ákvæða laga um fasteignakaup, sem snúa að tilkynningum um vanefndir. Kaupendur hafi vísað til þess að sams konar ákvæði sé að finna í norskum rétti og við skýringu þeirra hafi verið beitt strangara sakarmati en í íslenskum rétti. Þá hafi þeir bent á að undanfarið hafi borið meira á gallaatvikum sem varði alvarlegar myglu- og rakaskemmdir sem komi í ljós nokkuð löngu eftir afhendingu en eigi rót sína að rekja til vanrækslu við hönnun og á góðum byggingarháttum. Oftar en ekki sé um að ræða alvarlega og kostnaðarsama galla sem kaupendur þurfi að bera ábyrgð á. Þá telja hafi þeir talið að meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Að lokum hafi þeir byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda hafi málið verið þeim afar kostnaðarsamt og falið í sér mikið tjón. Húsið hafi verið gert fokhelt að nýju, hreinsað af myglu og öll innri einangrun fjarlægð. Heilsa þeirra hafi einnig orðið fyrir beinum áhrifum af því búa í snertingu við myglu. Dómurinn ekki bersýnilega rangur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um mál fjölskyldunnar eftir að greint var frá því sumarið 2023 að hún hefði búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Hús fjölskyldunnar var sagt óíbúðarhæft vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Kaupendurnir höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur seljendunum til heimtu skaðabóta í október árið 2022. Héraðsdómur sýknaði seljendurna og Landsréttur staðfesti sýknudóminn í maí síðastliðnum. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar á sínum tíma. Í stuttu máli var niðurstaða beggja dómstóla sú að kaupendurnir hefði ótvírætt tapað rétti sínum til að bera fyrir sig ætlaða vanefnd á kaupsamningi þar sem þeir hefðu ekki tilkynnt um hana fyrr en fjórtán árum eftir afhendingu hússins. Töldu málið fordæmisgefandi Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni kaupendanna segir að þeir hafi byggt á því að málið sé fordæmisgefandi um túlkun og samspil tveggja tiltekinna ákvæða laga um fasteignakaup, sem snúa að tilkynningum um vanefndir. Kaupendur hafi vísað til þess að sams konar ákvæði sé að finna í norskum rétti og við skýringu þeirra hafi verið beitt strangara sakarmati en í íslenskum rétti. Þá hafi þeir bent á að undanfarið hafi borið meira á gallaatvikum sem varði alvarlegar myglu- og rakaskemmdir sem komi í ljós nokkuð löngu eftir afhendingu en eigi rót sína að rekja til vanrækslu við hönnun og á góðum byggingarháttum. Oftar en ekki sé um að ræða alvarlega og kostnaðarsama galla sem kaupendur þurfi að bera ábyrgð á. Þá telja hafi þeir talið að meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og tilefni til að ómerkja dóm Landsréttar. Að lokum hafi þeir byggt á því að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda hafi málið verið þeim afar kostnaðarsamt og falið í sér mikið tjón. Húsið hafi verið gert fokhelt að nýju, hreinsað af myglu og öll innri einangrun fjarlægð. Heilsa þeirra hafi einnig orðið fyrir beinum áhrifum af því búa í snertingu við myglu. Dómurinn ekki bersýnilega rangur Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira