Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 12:30 Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun