Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 14:43 Ingibjörg Sigurðardóttir segir leikmenn hafa verið sammála um að æfa frekar í Thun en að taka æfingu á Wankdorf-leikvanginum í Bern. vísir/Anton Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. Íslenska liðið æfði fyrir hádegi í dag á æfingasvæði sínu í Thun, í um hálftíma akstursfjarlægð frá Wankdorf-leikvanginum. Tæplega 30.000 manns verða á vellinum á morgun en um er að ræða heimavöll svissneska félagsliðsins Young Boys. „Í fyrsta lagi vildum við sleppa við að fara í rútu lengra en við þurfum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðmannafundi í dag. „Svo snerist þetta líka um að geta verið í rólegheitum þarna. Ekki í tímapressu í bara 60 mínútur [eins og UEFA úthlutar á keppnisleikvanginum[. Gátum dólað okkur í því sem við vildum gera og fara yfir allt sem við vildum. Þetta var samkomulag milli þjálfarateymis og leikmanna og það voru allir sammála um að þetta hentaði okkur vel. Leikmenn eru vanir að spila á svona völlum og það er ekkert nýtt fyrir þá að mæta inn á nýjan leikvang. Við höfum mjög oft gert þetta ef við þurfum að ferðast einhvern tíma,“ sagði Þorsteinn. Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sat fundinn ásamt Þorsteini og hún tók í sama streng: „Ég er alveg sammála Steina. Við töluðum um þetta og það voru allir á sömu blaðsíðu. Það er mikið betra að hafa bara góðan tíma á æfingu fyrir leik. Með rútu hefði þetta tekið hátt í tvo tíma að keyra og maður vill það ekki daginn fyrir leik. Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Ingibjörg. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Íslenska liðið æfði fyrir hádegi í dag á æfingasvæði sínu í Thun, í um hálftíma akstursfjarlægð frá Wankdorf-leikvanginum. Tæplega 30.000 manns verða á vellinum á morgun en um er að ræða heimavöll svissneska félagsliðsins Young Boys. „Í fyrsta lagi vildum við sleppa við að fara í rútu lengra en við þurfum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðmannafundi í dag. „Svo snerist þetta líka um að geta verið í rólegheitum þarna. Ekki í tímapressu í bara 60 mínútur [eins og UEFA úthlutar á keppnisleikvanginum[. Gátum dólað okkur í því sem við vildum gera og fara yfir allt sem við vildum. Þetta var samkomulag milli þjálfarateymis og leikmanna og það voru allir sammála um að þetta hentaði okkur vel. Leikmenn eru vanir að spila á svona völlum og það er ekkert nýtt fyrir þá að mæta inn á nýjan leikvang. Við höfum mjög oft gert þetta ef við þurfum að ferðast einhvern tíma,“ sagði Þorsteinn. Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sat fundinn ásamt Þorsteini og hún tók í sama streng: „Ég er alveg sammála Steina. Við töluðum um þetta og það voru allir á sömu blaðsíðu. Það er mikið betra að hafa bara góðan tíma á æfingu fyrir leik. Með rútu hefði þetta tekið hátt í tvo tíma að keyra og maður vill það ekki daginn fyrir leik. Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Ingibjörg.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira