Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2025 16:03 Eyjólfur Ármannsson fékk þingheim til að skella upp úr í umræðu um umferðaröryggi. Alþingi Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í umferðaröryggi í óundirbúinni fyrirspurn á þinginu í dag. Bæði hvort fjármunir yrðu áfram sérmerktir í þágu umferðaröryggis og vísaði til fækkunar einbreiðra brúa og uppbyggingu hringtorga sem dæmi. Umræðuna má sjá að neðan en Eyjólfur myndar hjartað eftir 6 mínútur og fjörutíu sekúndur. Fækkun einbreiðra brúa forgangsmál Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði fækkun einbreiðra brúa hafa verið forgangsmál hjá Vegagerðinni um árabil. Af þeim stafi mikil hætta eins og af hraðakstri hér á landi. „Það er átak í gangi hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm og við höldum áfram í því bæði á hringveginum og öðrum landshlutum. Það er bara unnið eftir ákveðnu skipulagi þar varðandi útboð og annað slíkt og væri gott að geta sett enn þá meiri pening hvað það varðar. Þeim er að fækka, einbreiðu brúnum,“ sagði Eyjólfur. „Varðandi hringtorg þá er líka mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á þeim. Ég veit um mikilvægi þess að það verði byggt hringtorg þegar komið er yfir Eyjafjörðinn, ég man ekki alveg hvað gatnamótin heita en það er gríðarlega mikilvægt að þar komi hringtorg hið fyrsta. Það eru mjög hættuleg T-gatnamót. Þetta er rétt hjá vinsælum ferðamannastað og ég vonast til þess að við getum hafið framkvæmdir þar fljótlega. Ég get ekki sagt hvaða ár það verður en fljótlega.“ Sautján ára saga hjartaljósanna Ingibjörg sagðist vel kannast við hættulegu gatnamótin við Eyjafjarðarbrautina þar sem nú sé hringtorg. „Sem er afar mikilvægt því að umferðin þar er að þyngjast mjög hratt og ég veit líka að í Hörgársveit er þörf fyrir hringtorg,“ sagði Ingibjörg og beindi svo sjónum sínum að hjörtunum í umferðarljósunum á Akureyri. „Nýverið sendi Vegagerðin erindi til Akureyrarbæjar þar sem bent var á að rauðu hjörtun í umferðarljósunum væru ekki samkvæmt reglum um umferðarmerki og umferðaröryggi. Það er auðvitað mikilvægt að við tökum öllum ábendingum um öryggi alvarlega því að ljós og merki þurfa auðvitað að vera skýr. Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í 17 ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Hjörtun hefðu vakið athygli út fyrir landsteinana og skipuðu stóran sess í huga Akureyringa. Beygjuörvarnar óskýrari „Ég veit að Vegagerðinni ber auðvitað að huga að umferðaröryggi og ég hef fullan skilning á því. En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og t.d. beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri.“ Spurði hún Eyjólf hver afstaða hans væri til notkunar hjartatáknmyndarinnar í umferðarljósunum. „Hvort hann telji slíkt vera jákvætt innlegg í umferðaröryggisvitund eða hvort það sé alfarið óásættanlegt. Og ef hann er jákvæður, er hann tilbúinn til að leggjast á árarnar með okkur til að halda þessu óbreyttu?“ Eyjólfur fagnaði fyrirspurninni. Hlegið á Alþingi „Þetta mál er komið á borð ráðuneytis míns og það er til skoðunar. Þetta er vegna kvartana, ég segi kvartana í fleirtölu en þær eru mjög fáar kvartanir, gæti verið í eintölu, sem þetta mál var tekið upp. Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn. „Hvernig sem þetta merki er gert, svona eða svona,“ sagði Eyjólfur og merkja mátti hlátur hjá þingmönnum í salnum. „En ákvörðunin kemur í ljós seinna.“ Alþingi Umferðaröryggi Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í umferðaröryggi í óundirbúinni fyrirspurn á þinginu í dag. Bæði hvort fjármunir yrðu áfram sérmerktir í þágu umferðaröryggis og vísaði til fækkunar einbreiðra brúa og uppbyggingu hringtorga sem dæmi. Umræðuna má sjá að neðan en Eyjólfur myndar hjartað eftir 6 mínútur og fjörutíu sekúndur. Fækkun einbreiðra brúa forgangsmál Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði fækkun einbreiðra brúa hafa verið forgangsmál hjá Vegagerðinni um árabil. Af þeim stafi mikil hætta eins og af hraðakstri hér á landi. „Það er átak í gangi hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm og við höldum áfram í því bæði á hringveginum og öðrum landshlutum. Það er bara unnið eftir ákveðnu skipulagi þar varðandi útboð og annað slíkt og væri gott að geta sett enn þá meiri pening hvað það varðar. Þeim er að fækka, einbreiðu brúnum,“ sagði Eyjólfur. „Varðandi hringtorg þá er líka mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á þeim. Ég veit um mikilvægi þess að það verði byggt hringtorg þegar komið er yfir Eyjafjörðinn, ég man ekki alveg hvað gatnamótin heita en það er gríðarlega mikilvægt að þar komi hringtorg hið fyrsta. Það eru mjög hættuleg T-gatnamót. Þetta er rétt hjá vinsælum ferðamannastað og ég vonast til þess að við getum hafið framkvæmdir þar fljótlega. Ég get ekki sagt hvaða ár það verður en fljótlega.“ Sautján ára saga hjartaljósanna Ingibjörg sagðist vel kannast við hættulegu gatnamótin við Eyjafjarðarbrautina þar sem nú sé hringtorg. „Sem er afar mikilvægt því að umferðin þar er að þyngjast mjög hratt og ég veit líka að í Hörgársveit er þörf fyrir hringtorg,“ sagði Ingibjörg og beindi svo sjónum sínum að hjörtunum í umferðarljósunum á Akureyri. „Nýverið sendi Vegagerðin erindi til Akureyrarbæjar þar sem bent var á að rauðu hjörtun í umferðarljósunum væru ekki samkvæmt reglum um umferðarmerki og umferðaröryggi. Það er auðvitað mikilvægt að við tökum öllum ábendingum um öryggi alvarlega því að ljós og merki þurfa auðvitað að vera skýr. Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í 17 ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Hjörtun hefðu vakið athygli út fyrir landsteinana og skipuðu stóran sess í huga Akureyringa. Beygjuörvarnar óskýrari „Ég veit að Vegagerðinni ber auðvitað að huga að umferðaröryggi og ég hef fullan skilning á því. En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og t.d. beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri.“ Spurði hún Eyjólf hver afstaða hans væri til notkunar hjartatáknmyndarinnar í umferðarljósunum. „Hvort hann telji slíkt vera jákvætt innlegg í umferðaröryggisvitund eða hvort það sé alfarið óásættanlegt. Og ef hann er jákvæður, er hann tilbúinn til að leggjast á árarnar með okkur til að halda þessu óbreyttu?“ Eyjólfur fagnaði fyrirspurninni. Hlegið á Alþingi „Þetta mál er komið á borð ráðuneytis míns og það er til skoðunar. Þetta er vegna kvartana, ég segi kvartana í fleirtölu en þær eru mjög fáar kvartanir, gæti verið í eintölu, sem þetta mál var tekið upp. Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn. „Hvernig sem þetta merki er gert, svona eða svona,“ sagði Eyjólfur og merkja mátti hlátur hjá þingmönnum í salnum. „En ákvörðunin kemur í ljós seinna.“
Alþingi Umferðaröryggi Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent