Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar 3. júlí 2025 13:32 Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn hefur skotið upp kollinum í umræðunni endalausu þvælan um að þjóð og ríki séu aðskilin fyrirbæri og að ríkið komið þjóðinni ekkert við. Þetta getur hafa átt við á miðöldum og fram á nýöld þegar ríki voru undir stjórn kónga í lénsveldi aðalsmanna, þ. á m. greifa. Þá gat Norður-Frakkland til dæmis verið hluti af ríkinu Englandi, eða Ísland hluti af Danmörku. Einkunnarorð þessa tíma krystallast í meintum orðum Loðvíks 14.: „Ríkið, það er ég.“ En það breyttist með tilkomu þjóðríkjanna og samhliða lýðræðisvæðingu þeirra. Hafandi rannsakað tilurð þjóðríkja um árabil tel ég mig geta sagt nokkuð um hana. Þegar þjóðir Vesturlanda hófu að bylta ofan af sér oki aðalsstéttanna varð ákallið eftir þjóðinni æ háværara, þjóðin var hugsuð sem réttmæt eining tiltekinna hópa af ýmsum ástæðum, tungumála, landfræðilegra aðstæðna, hefða, menningar o.s.frv. Hugmyndir um jafnræði og lýðræði voru óaðskiljanlegur hluti þessarar umræðu á átjándu og nítjándu öld þegar þjóðríkin komust á legg og urðu að meginríkiseiningu Vesturlanda. Samdar voru stjórnarskrár þar sem lýðræðið fól í sér að þegnarnir gætu kosið fulltrúa sína á löggjafarþing sem síðan mynduðu ríkisstjórnir til að fara með framkvæmdavaldið. Vald meirihlutans var staðfest. Stundum voru æðstu fulltrúar framkvæmdavaldsins kjörnir beinni kosningu og mynduðu þá ríkisstjórn sem þingið þurfti að samþykkja eða synja. Og í samræmi við hugmyndir Montesquieus um þrígreiningu valdsins var dómskerfið aðskilið frá löggjafanum og framvæmdavaldinu. Þetta ætti hver sem lokið hefur grunnskólaprófi að vita. Nú halda sægreifar og málpípur þeirra á þingi því gjarnan fram að ríkið sé ekki þjóðin sem vísað er til í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, ríkið „eigi“ ekki auðlindina og hafi því ekkert með að „skattleggja“ hana. Svo langt hefur verið gengið í gegnum tíðina að orðið „þjóð“ sé „hugtak án merkingar“. Skoðum tilurð þjóðarinnar, auðlindarinnar og réttarins til að nýta hana. Þjóðernisrómantísk hugsun sér Íslendinga sem þjóð nánast frá landnámi, en er það svo í nútímaskilningi? Það sem áður var kallað þjóðir gátu verið hópar fólks í stærri ríkjum, en það sem sameinaði þá voru fyrst og fremst tungumál og saga. Þeim var kannski stjórnað einhverjum allt öðrum eins og raunin var um Íslendinga öldum saman. Þessi merking þjóðarhugtaksins breytist síðan þegar þjóðríkin fara að myndast og kröfur verða til um að þeim sé lýðræðislega stjórnað og að þau hafi fullveldi í sínum málum. Þetta er órjúfanlega tengt nýjum skilningi á þjóðarhugtakinu. Hugmyndin um að „ríkið“ sé eitthvað aftengt því er út í hött. Þjóðríki samanstendur af þremur greinum ríkisvaldsins sem í okkar heimshorni byggir á lýðræðislegum grunni. Í raun er þjóðríki án lýðræðis ekki til; ríki sem lúta stjórn einræðisherra eru ekki þjóðríki af því að þjóðin myndar ekki fullveldið með lýðræðislegum gerningum, heldur er þeim stjórnað með gerræði og hervaldi. En hvað um tilurð sjávarauðlindarinnar hér við land? Væri hún til án milligöngu íslenska ríkisins? Miklar sögur eru til af landhelgisbaráttu hér við land, en hún hófst kannski á nítjándu öld með tilskipunum Danakonungs. Á tuttugustu öld, eftir að Íslendingar öðluðust fullveldi og sjálfstæði tók íslenska þjóðríkið að færa út fiskveiðilögsöguna í áföngum. Þingið setti lög og framkvæmdavaldið framfylgdi þeim, dómsvaldið úrskurðaði um lögmæti. Við þekkjum öll þessa sögu, en það var íslenska ríkið sem barðist fyrir þessum réttindum á alþjóðavettvangi, bæði í átökum við aðrar þjóðir og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Hafréttarsáttmálinn var loks fullgiltur árið 1994 eftir að 60 ríki höfðu fullgilt hann. Athugið, ríki! Réttindin sem sáttmálanum fylgja eru beintengd íslenska þjóðríkinu og það voru engir sægreifar sem sóttu þau úr höndum alþjóðasamfélagsins. Ríkið, það erum við, þjóðin. Höfundur er prófessor.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar