Innlent

Ekið á barn og maður hand­tekinn eftir ber­serks­gang

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þess var óskað að ná tali af manni. Mynd af manninum fylgdi.
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þess var óskað að ná tali af manni. Mynd af manninum fylgdi.

Barn á hjóli slasaðist lítillega í Hafnarfirði í gær þegar ekið var á það. Þá var maður handtekinn fyrir að ganga berserksgang í sveitarfélaginu og einstaklingi í annarlegu ástandi vísað burtu af veitingastað.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins.

Einn var handtekinn í miðborg Reykjavíkur grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en náðist eftir stuttan eltingarleik. Annar var handtekinn eftir slagsmál á bar og þá var einum vísað af hóteli.

Lögregla hefur einnig til rannsóknar þjófnað á stofnun í póstnúmerinu 104.

Nokkrir voru handteknir í umferðinni í höfuðborginni grunaðir um akstur undir áhrifum. Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Seljahverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×