Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 23:48 Hjalti Dagur Hjaltason t.v. er formaður Félags læknanema. Vísir/Samsett Læknanemar segja fullyrðingar fjármálaráðuneytisins rangar og hvetja það til að kynna sér launamál sín betur og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum. Greint var frá því í fyrradag að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir álitu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema í sumarstarfi á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þeir væna Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að hafa tekið einhliða ákvörðun um að lækka laun þeirra sem tryggi að heilbrigðiskerfið sé starfhæft yfir sumartímann. Sumarvinnan ekki hluti af náminu Fjármálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu í gær að læknanemum hafi verið tryggð launahækkun upp á 3,5 prósent eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Breytingar hafi hins vegar verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem hafi valdið því að laun þeirra hafi hækkað umfram almennar launahækkanir. Laun læknanema eru reiknuð sem hlufall af lægstu mögulegu launum nýútskrifaðslæknis, sérnámsgrunnslæknis, og því hafi hlutfallinu verið breytt til að hækka ekki laun þeirra umfram aðra starfsmenn. Sjá einnig: Læknanemar fái víst launahækkun „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags læknanema, hefur ýmislegt um þennan málflutning ráðuneytisins að setja. Fyrir það fyrsta tekur hann fram að störf nema hjá heilbrigðisstofnunum landsins á sumrin séu ekki hluti af skipulögðu klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands. Um sé að ræða mikilvæg og ábyrgðarfull störf sem er undirstaða mönnunar yfir sumartímann. Hvetja ráðuneytið til að leiðrétta rangfærslurnar Hann segir breytingu launahlutfallsins ekki bara ósanngjarna heldur að hún byggi jafnframt á röngum forsendum. „Einnig er rangt meðfarið að laun læknanema séu til á launatöflu kjarasamnings LÍ og ríkisins. Laun þeirra hafa verið miðuð við ákveðna prósentu af lægstu mögulegu launum sem nýútskrifaður læknir getur fengið. Það er prósentuviðmiðið sem ríkið hefur einhliða lækkað í tvígang síðustu árin til að draga úr ávinningi læknanema af kjarasamningum sem læknar gerðu,“ segir Hjalti Dagur. „Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kynna sér þessi mál nánar og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir álitu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema í sumarstarfi á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þeir væna Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að hafa tekið einhliða ákvörðun um að lækka laun þeirra sem tryggi að heilbrigðiskerfið sé starfhæft yfir sumartímann. Sumarvinnan ekki hluti af náminu Fjármálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu í gær að læknanemum hafi verið tryggð launahækkun upp á 3,5 prósent eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Breytingar hafi hins vegar verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem hafi valdið því að laun þeirra hafi hækkað umfram almennar launahækkanir. Laun læknanema eru reiknuð sem hlufall af lægstu mögulegu launum nýútskrifaðslæknis, sérnámsgrunnslæknis, og því hafi hlutfallinu verið breytt til að hækka ekki laun þeirra umfram aðra starfsmenn. Sjá einnig: Læknanemar fái víst launahækkun „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags læknanema, hefur ýmislegt um þennan málflutning ráðuneytisins að setja. Fyrir það fyrsta tekur hann fram að störf nema hjá heilbrigðisstofnunum landsins á sumrin séu ekki hluti af skipulögðu klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands. Um sé að ræða mikilvæg og ábyrgðarfull störf sem er undirstaða mönnunar yfir sumartímann. Hvetja ráðuneytið til að leiðrétta rangfærslurnar Hann segir breytingu launahlutfallsins ekki bara ósanngjarna heldur að hún byggi jafnframt á röngum forsendum. „Einnig er rangt meðfarið að laun læknanema séu til á launatöflu kjarasamnings LÍ og ríkisins. Laun þeirra hafa verið miðuð við ákveðna prósentu af lægstu mögulegu launum sem nýútskrifaður læknir getur fengið. Það er prósentuviðmiðið sem ríkið hefur einhliða lækkað í tvígang síðustu árin til að draga úr ávinningi læknanema af kjarasamningum sem læknar gerðu,“ segir Hjalti Dagur. „Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kynna sér þessi mál nánar og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira