Læknanemar fái víst launahækkun Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:49 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir. Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Sjá meira
Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Sjá meira