Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 23:29 Hjalti Dagur Hjaltason er formaður Félags læknanema. Samsett Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum. Í tilkynningu lýsa Félag læknanema og Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu yfir miklum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda. Þar segja læknanemar að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi tekið einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarði laun sín út frá. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sem er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir mannauðsmálum ríkisins, þar á meðal ráðgjöf varðandi mannauðsstjórun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga við Læknafélag Íslands. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum, á öllum helstu deildum, þar sem þeir sinna lykilhlutverki innan heilbrigðiskerfisins sem læknar. Tekið er fram í tilkynningunni að þar veiti þeir meðferðir, skrái upplýsingar í sjúkraskrá en séu að auki oft einir á vakt. Því sé ljóst að um er að ræða mikið ábyrgðarstarf. KMR segir engar forsendur til viðræðna Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi. Félag læknanema segir Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hafa einhliða tekið ákvörðun um að lækka laun félagsmanna sinna til að „knýja fram þvingaðan sparnað í rekstri Landspítala.“ Nýju viðmiðin eru sem hér segir: laun nema á þriðja námsári eru óbreytt í 70 prósenta hlutfalli launa sérnámsgrunnslækna, laun nema á fjórða námsári lækka úr 80 prósentum fyrrnefndra launa í 75 prósent og laun nema á fimmta ári lækka úr 90 prósentum í 84. Samkvæmt launatöflu eru 70 prósent 575.368 krónur og 84 prósent 690.441 króna. Félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Samkvæmt lögum LÍ geta læknanemar fengið þessa aukaaðild sem hafa lokið fjórða ári náms í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis. Aukaaðild að LÍ fylgja engin önnur réttindi en þau að geta sótt fundi með málfrelsi og tillögurétti. Þetta segja læknanemar veikja stöðu sína í samningsviðræðum. Læknafélag Íslands hafi nú þegar mótmælt formlega fyrir hönd læknanema en Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi borið því við að þar sem læknanemar séu ekki félagar í Læknafélaginu væri engin forsenda til viðræðna við þá. Ekki til þess fallið að laða lækna til starfa Læknanemar segja þetta bitna á hópi sem gegnir veigamiklum störfum og ber ríka ábyrgð en hefur takmörkuð úrræði til að mótmæla. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags Læknanema, segir viðmót stjórnvalda ekki vera síður mikilvægt í dag en þegar þeir eru orðnir læknar. Læknanemar standi frammi fyrir ákvörðun um hvar og hvernig þeir vilji starfa á næstu árum. „Ef skilaboðin eru þau að læknanemar séu ekki nægilega mikilvægir til að eiga rétt á sanngjörnum kjörum, hvers konar viðmót bíður þeirra þá eftir útskrift? Svona aðgerðir eru ekki til þess fallnar að laða lækna til starfa eftir útskrift,“ segir Hjalti Dagur. „Við förum einfaldlega fram á að kjör læknanema fylgi launaþróun þeirra samninga sem störf okkar byggja á og að tekin sé afstaða gegn því að hópur sem heilbrigðiskerfið sannarlega reiðir sig á sé ítrekað tekinn út fyrir sviga þegar kjör eru ákveðin. Það er réttlætismál,“ segir hann. Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Í tilkynningu lýsa Félag læknanema og Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu yfir miklum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda. Þar segja læknanemar að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi tekið einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarði laun sín út frá. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sem er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir mannauðsmálum ríkisins, þar á meðal ráðgjöf varðandi mannauðsstjórun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga við Læknafélag Íslands. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum, á öllum helstu deildum, þar sem þeir sinna lykilhlutverki innan heilbrigðiskerfisins sem læknar. Tekið er fram í tilkynningunni að þar veiti þeir meðferðir, skrái upplýsingar í sjúkraskrá en séu að auki oft einir á vakt. Því sé ljóst að um er að ræða mikið ábyrgðarstarf. KMR segir engar forsendur til viðræðna Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi. Félag læknanema segir Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hafa einhliða tekið ákvörðun um að lækka laun félagsmanna sinna til að „knýja fram þvingaðan sparnað í rekstri Landspítala.“ Nýju viðmiðin eru sem hér segir: laun nema á þriðja námsári eru óbreytt í 70 prósenta hlutfalli launa sérnámsgrunnslækna, laun nema á fjórða námsári lækka úr 80 prósentum fyrrnefndra launa í 75 prósent og laun nema á fimmta ári lækka úr 90 prósentum í 84. Samkvæmt launatöflu eru 70 prósent 575.368 krónur og 84 prósent 690.441 króna. Félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Samkvæmt lögum LÍ geta læknanemar fengið þessa aukaaðild sem hafa lokið fjórða ári náms í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis. Aukaaðild að LÍ fylgja engin önnur réttindi en þau að geta sótt fundi með málfrelsi og tillögurétti. Þetta segja læknanemar veikja stöðu sína í samningsviðræðum. Læknafélag Íslands hafi nú þegar mótmælt formlega fyrir hönd læknanema en Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi borið því við að þar sem læknanemar séu ekki félagar í Læknafélaginu væri engin forsenda til viðræðna við þá. Ekki til þess fallið að laða lækna til starfa Læknanemar segja þetta bitna á hópi sem gegnir veigamiklum störfum og ber ríka ábyrgð en hefur takmörkuð úrræði til að mótmæla. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags Læknanema, segir viðmót stjórnvalda ekki vera síður mikilvægt í dag en þegar þeir eru orðnir læknar. Læknanemar standi frammi fyrir ákvörðun um hvar og hvernig þeir vilji starfa á næstu árum. „Ef skilaboðin eru þau að læknanemar séu ekki nægilega mikilvægir til að eiga rétt á sanngjörnum kjörum, hvers konar viðmót bíður þeirra þá eftir útskrift? Svona aðgerðir eru ekki til þess fallnar að laða lækna til starfa eftir útskrift,“ segir Hjalti Dagur. „Við förum einfaldlega fram á að kjör læknanema fylgi launaþróun þeirra samninga sem störf okkar byggja á og að tekin sé afstaða gegn því að hópur sem heilbrigðiskerfið sannarlega reiðir sig á sé ítrekað tekinn út fyrir sviga þegar kjör eru ákveðin. Það er réttlætismál,“ segir hann.
Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira