Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 14:44 Tómarúm hefur myndast í alþjóðlegum loftslagsviðræðum vegna fjarveru Bandaríkjamanna. Fundað hefur verið í Bonn í Þýskalandi undanfarna daga til þess að undirbúa stóru loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu í vetur. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira