Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 27. júní 2025 06:30 Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Jóhann Hjartarson Heilsa Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar