„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 20:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/einar Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“ Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“
Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira