Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar 26. júní 2025 14:32 Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Verslun Atvinnurekendur Búvörusamningar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Sjá meira
Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun