Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 26. júní 2025 11:00 Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann. En samt á að keyra frumvarpið í gegnum þingið og gera það að lögum. Með öllum tiltækum ráðum. Með afbrigðum, með gaslýsingum og með valdi. Við skulum rifja þetta aðeins upp:Frumvarpið kemur fram eftir að formlegum fresti til lagaframlagningar er lokið. Það er tekið fyrir með afbrigðum. Mælt fyrir því í byrjun maí. Það fer í atvinnuveganefnd. Þar benda fulltrúar minnihlutans strax á að tölurnar standist ekki. Forsendurnar eru óljósar. Reikniformúlurnar óskýrar. En það er auðvitað ekki hlustað. Enda starfandi meirihluti sem telur sig í fullum rétti til að keyra málið áfram, í krafti síns meirihluta. Jafnvel þó að sú vegferð endi ofan í skurði.Þeir sem benda á þetta eru sakaðir um málþóf. Um að vera andlýðræðislegir. Um að vilja ekki „láta hlutina ganga“. Í alvöru? Það er ekki andlýðræðislegt að krefjast þess að lög séu byggð á réttum forsendum. Það er ekki málþóf að vilja skilja hvað á svo á endanum að greiða atkvæði um. Stórnarandstaðan var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Bæði í þingsal og í atvinnuveganefnd þingsins. Það er nú kannski eitthvað sem stjórnarmeirihlutinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, í stað þess að vera fastur í hömlulausri meðvirkni með hroðvirknislegum vinnubrögðum framkvæmdavaldsins. Sem augljóslega stóðust enga skoðun. En það var aldrei neinn efi um efni málsins í röðum stjórnarmeirihlutans. Þetta var alltaf spurning um að meirihlutinn réði. Meirihlutinn ætlaði að keyra, eitt vanbúnasta mál þingsögunnar í gegnum þingið, í krafti síns meirihluta. Sama hversu vitlausir útreikningarnir voru og forsendur á reiki. Sama hversu illa undirbúið það er. Sama hverjar mögulegar afleiðingar þess á grunnatvinnuveg þjóðarinnar og heilu byggðirnar hefði orðið. Og það þrátt fyrir tugi umsagna er vöruðu við afleiðingum þess, yrði frumvarpið að lögum. Svo kemur auðvitað í ljós að gögnin sem átti að byggja málið á voru gagnslaus. Skatturinn og ráðuneytið voru ekki samstíga. Enda Skattinum ekki hleypt að málinu, fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefnda. Samráð við hagaðlia var lítið sem ekkert. Enda komið í ljós, sé eitthvað að marka orð hæstvirts forsætisráðherra, verkstjóra hinnar miklu verkstjórnar að skattlagningin, beinist fyrst og fremst gegn fimm eða sex fjölskyldum. Engin fagleg vinna. Bara pólitísk pressa. Gengdarlaus frasafroða og stöðugar gaslýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. En að mæta í þingsal og standa þar fyrir máli sínu, er þeim gersamlega um megn. Auðvitað vita þau upp á skömmina en þora ekki að afhjúpa hana í heyranda hljóði í þingsal, undir andsvörum og mótrökum stjórnarandstöðu. Þetta er ekki pólitík. Þetta er valdníðsla og hroki, knúinn áfram af minnimáttarkennd stjórnarliða og skorti á sjálfstrausti, sem þarf til þess að geta staðið keikur og viðurkennt eigin mistök. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun