Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 07:10 Kennedy er þekktur efasemdamaður þegar kemur að bólusetningum. AP/Jacquelyn Martin Fram kom á fyrsta fundi nýrrar ráðgjafarnefndar Bandaríkjanna um bólusetningar í gær að nefndin hyggist endurskoða bólusetningar barna og unglinga, sem hafa tíðkast um árabil. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga. Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar Robert F. Kennedy Jr., heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, rak alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndarinnar fyrr í mánuðinum og skipaði átta nýja í þeirra stað. Af þeim afþakkaði einn skipunina skömmu fyrir fyrsta fundinn í gær, þannig að sjö voru viðstaddir. Ákvörðun Kennedy um nýja skipan nefndarinnar var harðlega gagnrýnd en í henni eiga sæti þekktir efasemdamenn um bólusetningar. Formaður nefndarinnar er Martin Kulldorff, sem sagði við upphaf fundarins í gær að hann hefði misst stöðu sína sem prófessor við Harvard háskóla þegar hann neitaði að þiggja bólusetningu við Covid-19. Kulldorff sagði nefndina hafa í hyggju að setja á laggirnar vinnuhópa til að endurskoða bólusetningar barna og bóluefni sem hefðu verið samþykkt fyrir meira en sjö árum. Þá sagði hann í bígerð að endurskoða sérstaklega bólusetningar nýbura gegn lifrarbólgu B og bólusetningar gegn mislingum. BBC hefur eftir Bill Hanage, prófessor í faraldsfræðum við TH Chan School of Public Health við Harvard háskóla, segir enga rökrétta ástæðu fyrir því að endurskoða notkun bóluefna sem hafa verið í notkun í mörg ár. Það sé aðeins til þess að vekja efasemdir um þá ákvörðun að leyfa bóluefnin á sínum tíma. Þá hefur sú ákvörðun nefndarinnar að fjalla sérstaklega um notkun thimerosal í bóluefnum á fundi í dag vakið nokkra athygli en um er að ræða rotvarnarefni sem hefur ekki verið notað í flestum bóluefnum í marga áratugi. Mun nefndin hlýða á tölu Lyn Redwood um notkun timerosal en hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri Children´s Health Defence, samtaka sem berjast gegn bólusetningum og Kennedy fór fyrir. Bill Cassidy, sem er læknir, öldungadeildarþingmaður og flokksbróðir Kennedy, hefur gagnrýnt skipan ráðgjafarnefndarinnar og segir hópinn bæði of fámennan og skorta ýmsa sérfræðiþekkingu. Cassidy hafði uppi efasemdir um skipun Kennedy sem heilbrigðisráðherra, vegna afstöðu síðarnefnda til bólusetninga.
Bandaríkin Bólusetningar Heilbrigðismál Donald Trump Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira