Við getum gert betur Einar Bárðarson skrifar 25. júní 2025 14:00 Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun