25 metrar í Fannborg Hákon Gunnarsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Takmörkuð gæði Landrými eru takmörkuð gæði. Lykilatriði í stjórnun sveitarfélaga er að ráðstöfun og úthlutun á landi sé stýrt þannig að íbúar njóti þess fjárhagslega – en ekki síst að skapa aðlaðandi og eftirsóknarvert samfélag. Kópavogsbær seldi 3 lykileignir á besta stað í Miðbæ Kópavogs 10 maí 2018, eða fyrir rúmum 7 árum síðan. Allar tillögur minnihlutans um samkeppni um skipulag á nýjum mannvænum miðbæ voru slegnar út af borðinu. Það fylgir sögunni að bæjarfélagið tók nýseldar eignir að leigu og þegar upp var staðið hafði greidd leiga bæjarfélagsins til nýrra eigenda greitt söluverðið til baka að stórum hluta. Hver er staðan eftir 7 ár? Hún er sú að fyrir liggur deiliskipulag sem reynist vera þannig að það stenst engar faglegar kröfur og fellur ekki einu sinni að byggingareglugerð. Á öllum Norðurlöndunum gilda skýrar reglur um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau skulu aldrei vera fjær en 25 metra frá inngangi íbúðar. Þannig var þetta líka á Íslandi. Fyrir einhver ótrúleg mistök þá féll þetta ákvæði út úr íslenskri byggingareglugerð fyrir 9 árum síðan. Nú nýlega breytti Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byggingarreglugerð og setti inn nýtt ákvæði, eða endurvakti ákvæði sem var, um að bílastæði fyrir hreyfihamlaða skuli vera sem næst aðalinngangi bygginga og aldrei fjær en 25 metrar, líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Inga á mikið hrós skilið fyrir að leiðrétta þetta. Það má öllum vera ljóst hvílíkt hagsmunamál það er fyrir hreyfihamlaða að eiga víst bílastæði nálægt innganginum að íbúðinni sinni og eiginlega ótrúlegt að þetta ákvæði hafi ekki verið inni um 9 ára skeið. Þetta ákvæði setur fyrirhugaðar framkvæmdir á Fannborgarreitnum í miðbæ Kópavogs í uppnám. Það verður örugglega flókið, og að öllum líkindum ómögulegt, fyrir byggingaraðilana að fara að þessum reglum. Note bene, þetta eru reglur, ekki tilmæli og reglum ber að fara eftir. Ef allt væri eðlilegt ætti Kópavogsbær og eigendur byggingaréttarins að endurmeta byggingaráformin og aðlaga þau að þeim reglum sem gilda og tryggja að íbúarnir hafi aðgengi að íbúðum sínum. Því miður er ástæða til að óttast að Kópavogsbær ákveði að fara ekki eftir reglum, það hefur gerst áður. Af biturri reynslu leyfi ég mér ekki að vera bjartsýnn á farsæla lausn í þessu máli fyrir íbúana – enda virðist hún ekki vera fyrir hendi miðað við 25 metra regluna. En ég lifi þó í voninni að lóðarrétthafi og meirihlutinn í Kópavogi sjái að sér og taki upp eðlilegt samtal við íbúana og leiti lausna sem standast kröfur um aðgengi og mannbætandi umhverfi. Samfylkingin í Kópavogi og Vinir Kópavogs hafa staðið í fararbroddi í þessari réllætisbaráttu og munu standa með íbúum Fannborgar í þessu máli í framtíðinni sem hingað til. Reyndar er þetta hagsmunamál allra Kópavogsbúa en ekki eingöngu íbúa í Fannborg. Höfundur er innfæddur Kópavogsbúi og er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum. Hann á sæti í umhverfis- og skipulagsráði og býr í Fannborg.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar