Réttlæti byggir ekki á rangfærslum – svar við málflutningi þingflokksformanns Samfylkingar um veiðigjaldafrumvarpið Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. júní 2025 15:02 Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun