Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir skrifa 19. júní 2025 11:00 Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Orkumál Ásahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun