Segist vita hvar klerkurinn feli sig en vilji ekki drepa hann strax Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 17:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lætur gamminn geisa á ný á Truth Social. AP/Alex Brandon Bandaríkjaforseti virðist ýja að því að Bandaríkjaher sé að blanda sér í átök milli Ísraels og Íran. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Eins og svo oft áður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti látið gamminn geisa inni á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump hefur birt þrjár færslur á síðustu klukkustund í framhaldi af fundi með öryggisráði Hvíta hússins vegna ástandsins milli Íran og Ísraels. Íranir hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist fara fækkandi þar sem Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran en nú gefur Trump í skyn að Bandaríkjamenn hafi einnig tekið þátt í því. Í fyrstu færslunni segir Trump að „við“ höfum „algjöra yfirráð“ yfir háloftunum yfir Íran. Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda síðustu daga en Trump nefnir í færslunni að loftvarnakerfi Írana jafnist ekkert á við hergögn „framleidd í Bandaríkjunum“. Trump heldur áfram í annarri færslu: „Við vitum nákvæmlega hvar hinn svokallaði „æðsti leiðtogi“ er í felum. Hann er auðvelt skotmark en er öruggur þar. Við ætlum ekki að taka hann úr umferð (drepa!), að minnsta kosti ekki að svo stöddu. En við viljum ekki að eldflaugum sé skotið á borgara, eða bandaríska hermenn. Þolinmæði okkar er á þrotum.“ Forsetinn vísar þar til æðstaklerks Írans, Ayjatollah Ali Khameini. Orðanotkun forsetans vekur athygli, einkum notkun hans á orðinu „við“. Þetta gerir hann þrátt fyrir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi ítrekað sagt síðustu daga að Bandaríkin hafi ekki átt þátt í loftárásum Ísraelshers á Íran. Og forsetinn er stuttorður í þriðju færslunni: „SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF!“ Ísraelsmenn hafa síðustu mánuði þrýst á Bandaríkjaforseta í leit að stuðning til að ráðast á kjarnorkuinnviði í Íran en hann hefur síðustu mánuði veitt þeim þrýstingi viðnám. Nú virðist staða hans hafa breyst. Trump sagðist fyrr í dag „ekki vera að leita að vopnahlé“ heldur vildi binda „alvöru enda“ á stríðið. Í framhaldi af því ítrekaði hann afstöðu sína um að Íranir mættu ekki alls ekki öðlast kjarnorkuvopn en undanfarna mánuði hefur forsetinn leitast eftir samningi við Írana þess efnis.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira