Þjónusta við konur með endómetríósu tryggð Alma D. Möller skrifar 16. júní 2025 15:03 Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Aðgerðir fyrir konur með endómetríósu tryggður út þetta ár og komið á samtali um framtíðarþjónustu fyrir þennan hóp. Endómetríósa er langvinnur sjúkdómur sem getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði kvenna, frjósemi, atvinnuþáttöku og heilsu. Þrátt fyrir þetta hefur sjúkdómurinn sögulega séð, setið á hakanum innan heilbrigðiskerfisins – bæði hérlendis og erlendis. Það er sem betur fer að breytast. Undanfarin ár hefur átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi sem hefur bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Áhersla hefur verið lögð á vitundarvakningu meðal heilbrigðisstarfsfólks, að stytta bið eftir greiningu og meðferð og á þverfaglega þjónustu. Í flestum tilvikum dugar hormónameðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum en mikilvægt er að hefja meðferð snemma og huga jafnframt að sálfæðilegum og félagslegum áhrifum. Engu að síður er á hverju ári hópur kvenna sem þarf á skurðaðgerð vegna endómetríósu að halda. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hefur tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt er þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HSN á Akranesi. Mikilvægt er að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þarf samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Samfelld, sanngjörn og örugg þjónusta er markmiðið Heilbrigðisráðuneytið hefur að undanförnu átt viðræður við Landspítala og Klíníkina þar sem áhersla hefur verið lögð á samstarf þjónustuveitenda og jafnt aðgengi að sambærilegri og öruggri þjónustu. Til að svo geti orðið verða þjónustuveitendur að auka með sér samstarf og koma sér saman um sameiginleg viðmið um þjónustuna. Aðgerðir til framtíðar Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þarf að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, hormónameðferð, skurðaðgerðir og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar. Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þarf að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veitir yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðlar að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verður gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu 3–5 ára sem byggir bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verður lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Næstu skref Það er mikilvægt að tryggja að ekki verði rof í þjónustu við konur með endómetríósu. Í ljósi þess að Klíníkin hefur þegar framkvæmt þær 100 aðgerðir sem samið var um á þessu ári, hef ég ákveðið að fela sjúkratryggingu að semja um fleiri aðgerðir til að mæta þörf á árinu. Samhliða verður unnið að þeim verkefnum sem ég hef þegar lýst til að skipuleggja þessa þjónustu sem best til framtíðar. Áhersla verður þannig lögð á að tryggja konum með endómetríósu fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar og Samfylkingarinnar að nýta kosti blandaðs heilbrigðiskerfis þar sem virkjaðir eru kraftar og styrkleikar opinbera heilbrigðiskerfisins og sjálfstætt starfandi aðila. Það er skýr stefna okkar að aðgengi að heilbrigðisþjónustu eigi að byggja á þörf og vera jafnt fyrir alla óháð efnahag. Það er því einbeittur vilji minn að allar konur með endómetríósu fái þá meðferð sem þær þurfa. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun