Tryggir þjónustu við konur með endómetríósu Árni Sæberg skrifar 16. júní 2025 12:59 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta vinna samræmt verklag um þjónustu við konur með endómetríósu samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að jafnframt verið komið á fót einum miðlægum biðlista fyrir þennan sjúklingahóp. Markmiðið sé að tryggja yfirsýn, jafnræði og samræmda, faglega þjónustu og skapa grundvöll fyrir langtímaáætlunum um aðgerðafjölda í samræmi við þjónustuþörf. Til að koma í veg fyrir rof í þjónustu við hópinn hafi ráðherra ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina um fleiri endómetríósuaðgerðir á þessu ári. Mikill árangur en betur má ef duga skal Undanfarin ár hafi átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi vegna endómetríósu sem hafi bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hafi tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt sé þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HVE á Akranesi. Mikilvægt sé að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þurfi samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Stofnar starfshóp Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þurfi að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. „Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, þverfaglega meðferð og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar,“ er haft eftir Ölmu. Miðlægur biðlisti Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þurfi að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veiti yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðli að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verði gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu þriggja til fimm ára, sem byggi bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verði lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati. Kvenheilsa Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að jafnframt verið komið á fót einum miðlægum biðlista fyrir þennan sjúklingahóp. Markmiðið sé að tryggja yfirsýn, jafnræði og samræmda, faglega þjónustu og skapa grundvöll fyrir langtímaáætlunum um aðgerðafjölda í samræmi við þjónustuþörf. Til að koma í veg fyrir rof í þjónustu við hópinn hafi ráðherra ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina um fleiri endómetríósuaðgerðir á þessu ári. Mikill árangur en betur má ef duga skal Undanfarin ár hafi átt sér stað jákvæð þróun í þjónustu, fræðslu og samstarfi vegna endómetríósu sem hafi bætt aðgengi og skilað mælanlegum árangri. Með styrkingu endómetríósuteymis Landspítala og samningum við Klíníkina um endómetríósuaðgerðir hafi tekist að bæta árangur, efla þjónustu og stytta bið eftir greiningu og meðferð. Jafnframt sé þjónusta veitt á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri og HVE á Akranesi. Mikilvægt sé að festa þennan árangur í sessi og gera enn betur. Til þess þurfi samstarf heilbrigðisyfirvalda og þjónustuveitenda, jafnt opinberra og einkarekinna og notenda þjónustunnar. Stofnar starfshóp Til að stuðla að áframhaldandi bættri heildrænni þjónustu við konur með endómetríósu þurfi að þróa verklagsreglur í samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar. „Þær þurfa að ná yfir allt þjónustuferlið, þar með talið greiningu, þverfaglega meðferð og eftirfylgni. Ég hef því ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum embættis landlæknis, Sjúkratrygginga, Landspítala, Klínikurinnar og Félags íslenskra kvensjúkdómalækna til að setja saman slíkar verklagsreglur. Í þeirri vinnu verður samráð haft við Endósamtökin. Fyrirhugað er að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok októbermánaðar,“ er haft eftir Ölmu. Miðlægur biðlisti Til að tryggja yfirsýn yfir þjónustuþörfina þurfi að koma á fót miðlægum biðlista þar sem allir fæðinga- og kvensjúkdómalæknar geta skráð sjúklinga. Slík skráning veiti yfirlit yfir stöðuna í rauntíma og stuðli að markvissri þróun þjónustunnar. Samhliða verði gerð langtímaáætlun um aðgerðaþörf til næstu þriggja til fimm ára, sem byggi bæði á árlegri og uppsafnaðri þörf. Áhersla verði lögð á að þjónusta vegna endómetríósu byggi á jöfnu aðgengi, gagnreyndri þekkingu, bestu reynslu og gagnadrifnu mati.
Kvenheilsa Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira