Norðurþing treður yfir varnaðarorð og eignarrétt Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 16. júní 2025 09:30 Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Jarða- og lóðamál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar