Minnihlutinn mætir ekki á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. júní 2025 20:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í atvinnuveganefnd. Sýn Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki reikna með því að minnihlutinn sjái ástæðu til þess að mæta á boðaðan fund atvinnuveganefndar Alþingis á morgun laugardag, þar sem til stendur að afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða. Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira