Verkin sem ekki tala Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2025 08:00 Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt. Þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi – það eru vanhugsuð frumvörp ríkisstjórnarinnar sem skila sér seint og illa unnin í þingsal. Við sjáum mál eftir mál sem ekki eru tilbúin. Frumvörp eru lögð fram án samráðs, án kostnaðarmats, án innbyrðis samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Sum þeirra beinlínis stangast á við stefnu flokkanna sem standa að þeim. Samhliða er reynt að mála upp þá mynd að andstaðan við þessi frumvörp sé einungis pólitískir leikir. En það er fjarri lagi. Þetta snýst um gæði, ábyrgð og gegnsæi. Það er ekki hlutverk okkar að klappa þessum málum í gegn þegjandi. Það er ekki af ástæðulausu að Alþingi sé vettvangur lýðræðislegrar umræðu – í stað stimpilpúða. Við ræðum málin vegna þess að fólkið í landinu á það skilið að frumvörp sem snerta líf þess, afkomu og velferð, séu vönduð. Og við eigum ekki að biðjast afsökunar á því að gera kröfur til framkvæmdavaldsins. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin, sem sagðist ætla að láta verkin tala, skuli nú vilja láta umræðuna þagna. Kannski er það af því að verk hennar eru fá, illa undirbúin og oft í andstöðu við eigin stefnu og yfirlýsingar. Þá er auðveldara að beina spjótum sínum að þeim sem spyrja í stað þess að svara fyrir eigin stefnu. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að spyrja, ræða og gagnrýna. Ekki vegna þess að við séum á móti breytingum – heldur vegna þess að við viljum að þær séu skynsamar, ábyrgar og farsælar fyrir þjóðina. Það er hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt. Þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi – það eru vanhugsuð frumvörp ríkisstjórnarinnar sem skila sér seint og illa unnin í þingsal. Við sjáum mál eftir mál sem ekki eru tilbúin. Frumvörp eru lögð fram án samráðs, án kostnaðarmats, án innbyrðis samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Sum þeirra beinlínis stangast á við stefnu flokkanna sem standa að þeim. Samhliða er reynt að mála upp þá mynd að andstaðan við þessi frumvörp sé einungis pólitískir leikir. En það er fjarri lagi. Þetta snýst um gæði, ábyrgð og gegnsæi. Það er ekki hlutverk okkar að klappa þessum málum í gegn þegjandi. Það er ekki af ástæðulausu að Alþingi sé vettvangur lýðræðislegrar umræðu – í stað stimpilpúða. Við ræðum málin vegna þess að fólkið í landinu á það skilið að frumvörp sem snerta líf þess, afkomu og velferð, séu vönduð. Og við eigum ekki að biðjast afsökunar á því að gera kröfur til framkvæmdavaldsins. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin, sem sagðist ætla að láta verkin tala, skuli nú vilja láta umræðuna þagna. Kannski er það af því að verk hennar eru fá, illa undirbúin og oft í andstöðu við eigin stefnu og yfirlýsingar. Þá er auðveldara að beina spjótum sínum að þeim sem spyrja í stað þess að svara fyrir eigin stefnu. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að spyrja, ræða og gagnrýna. Ekki vegna þess að við séum á móti breytingum – heldur vegna þess að við viljum að þær séu skynsamar, ábyrgar og farsælar fyrir þjóðina. Það er hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun