Myndir þú hætta að flokka ruslið? – Sjálfbærni er ekki tíska Helga Björg Steinþórsdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 13. júní 2025 07:02 Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Sjálfbærni Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki þurfa að uppfylla væntingar nútímans – sjálfbærni er ekki valkostur heldur forsenda samkeppnishæfni, trausts og verðmætasköpunar til framtíðar. Myndir þú hætta að flokka ruslið – bara af því að enginn væri að fylgjast með?Myndir þú henda öllu í sama poka, þótt þú vissir að áhrifin lentu á afkomendum þínum síðar? Líkindin við sjálfbærni í atvinnulífinu eru sláandi. Við sem einstaklingar höfum innleitt sjálfbærar venjur: við flokkum, förum sparlega með vatn, reynum að velja vistvænt. Þetta hefur orðið hluti af daglegu lífi – jafnvel þótt enginn sé að telja stig eða verðlauna okkur fyrir það. Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að það skiptir máli. En þegar kemur að fyrirtækjum virðist sami skilningur oft gleymast. Þar er sjálfbærni enn of oft sett í aukahlutverk – sem hluti af markaðsefni eða ársskýrslu – ekki sem kjarninn í stefnu og ákvörðunum. Við trúum því að þetta sé stærsta vanmetna viðskiptatækifæri samtímans. Fyrirtæki eru undir smásjá – og kröfurnar aukast Fyrirtæki eru hluti af vistkerfi Fyrirtæki í dag starfa ekki í tómarúmi. Þau eru hluti af vistkerfi þar sem viðskiptavinir, fjárfestar, starfsmenn og stjórnvöld gera auknar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og sjálfbærni. Að bregðast við þessum væntingum er ekki valkostur – það er spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtæki hætta að flokka, mæla, stýra og skýra sjálfbærni sína – þá taka aðrir eftir því. Og þeir velja kannski eitthvað annað. Ábyrg sjálfbærnivegferð er ekki bara samviskuspurning – hún er samningsatriði. Viðskiptasamningar, fjármögnunarskilmálar og birgjarásir eru sífellt meira mótaðar af sjálfbærnimati. Fyrirtæki sem slaka á í þessum efnum geta staðið frammi fyrir því að vera útilokuð – ekki af því að þau séu vond, heldur af því að þau standast ekki væntingar. Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár Sjálfbærni er ekki að vera „góður“. Hún er að vera klár. Sjálfbærni er að taka ákvarðanir sem endurspegla veruleikann – ekki bara bókhaldið. Hún er að skapa verðmæti sem endast. Hún er að hugsa út fyrir fjórðungsuppgjör og inn í framtíð sem fólk vill vera hluti af. Við höfum unnið með fjölmörgum konum í atvinnulífinu sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í að móta nýja hugsun, að verða „áhrifavaldar í sjálfbærni". Við sjáum að það sem þarf er hvorki fleiri skýrslur né fögur fyrirheit – heldur fólk með hugrekki til þess að láta sjálfbærni móta stefnu í stað þess að vera í fylgd með henni. Svo við spyrjum aftur: Myndir þú hætta að flokka ruslið ef það væri ekki lengur „vænt“? Þá spyrjum við líka: Af hverju ætti fyrirtæki þitt að slaka á sjálfbærnivegferðinni – þegar framtíðin liggur í gegnum hana? Höfundar eru Helga Björg Steinþórsdóttir –FKA kona og meðstofnandi AwareGO og Eva Magnúsdóttir – FKA kona og framkvæmdastjóri Podium.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun