Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 11. júní 2025 09:33 Græni sáttmáli Evrópusambandsins miðar að því að gera Evrópu að fyrstu loftslagshlutlausu heimsálfunni fyrir árið 2050. Sáttmálinn sameinar samkeppnishæfni og loftslagsmarkmið undir einni sameiginlegri vaxtarstefnu. Ál er á lista ESB yfir mikilvæga hrávöru til iðnaðar og þarf Evrópa að vera sem minnst háð innflutningi á áli. Þá þarf álframleiðsla í Evrópu að aukast samkvæmt markmiðum græna sáttmálans og er lögð áhersla á að tryggja álframleiðendum í Evrópu lífvænlegt samkeppnisumhverfi, þar með talið aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði. Áhugavert markmið innan græna sáttmálans, er að byggja upp leiðandi markaði með grænni iðnaðarvarning og setja hærri verðmiða á vörur sem bera lægra kolefnisspor. Þannig skal stuðla að meiri eftirspurn eftir hrávöru með lægra kolefnisspori sem gerir slíkar vörur verðmætari. Í dag má segja að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn ef verðið er það sama, en markmiðið er að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn þó að hann sé dýrari. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu er einn af grunnatvinnuvegum Íslendinga og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu um 17% af heildarútflutningstekjum síðasta árs. Álframleiðsla á Íslandi er einnig mikilvæg fyrir sjálfstæða Evrópu en hér er framleiddur yfir fjórðungur af öllu áli sem er framleitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar eftirspurn eftir grænna áli vex, munu Íslendingar njóta þess ríkulega þar sem íslenska álið ber lægst kolefnisspor í heimi. Innlend útgjöld álveranna eru nefnilega í réttu hlutfalli við útflutningstekjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Græni sáttmáli Evrópusambandsins miðar að því að gera Evrópu að fyrstu loftslagshlutlausu heimsálfunni fyrir árið 2050. Sáttmálinn sameinar samkeppnishæfni og loftslagsmarkmið undir einni sameiginlegri vaxtarstefnu. Ál er á lista ESB yfir mikilvæga hrávöru til iðnaðar og þarf Evrópa að vera sem minnst háð innflutningi á áli. Þá þarf álframleiðsla í Evrópu að aukast samkvæmt markmiðum græna sáttmálans og er lögð áhersla á að tryggja álframleiðendum í Evrópu lífvænlegt samkeppnisumhverfi, þar með talið aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði. Áhugavert markmið innan græna sáttmálans, er að byggja upp leiðandi markaði með grænni iðnaðarvarning og setja hærri verðmiða á vörur sem bera lægra kolefnisspor. Þannig skal stuðla að meiri eftirspurn eftir hrávöru með lægra kolefnisspori sem gerir slíkar vörur verðmætari. Í dag má segja að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn ef verðið er það sama, en markmiðið er að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn þó að hann sé dýrari. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu er einn af grunnatvinnuvegum Íslendinga og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu um 17% af heildarútflutningstekjum síðasta árs. Álframleiðsla á Íslandi er einnig mikilvæg fyrir sjálfstæða Evrópu en hér er framleiddur yfir fjórðungur af öllu áli sem er framleitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar eftirspurn eftir grænna áli vex, munu Íslendingar njóta þess ríkulega þar sem íslenska álið ber lægst kolefnisspor í heimi. Innlend útgjöld álveranna eru nefnilega í réttu hlutfalli við útflutningstekjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar