„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. júní 2025 12:54 Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands (t.v.) er ekki sáttur með rökstuðning Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra í tengslum við kílómetragjaldið. Vísir/Aðsend/Ívar Fannar Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira