Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin Agnar Már Másson skrifar 10. júní 2025 13:55 Trump hefur sagst eiga gott samband við Pútín, þó þeir séu ekki á bestu nótum þessa dagana. AP/Dmitri Lovetsky Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin, samkvæmt nýrri könnun, heldur telja þeir Evrópulöndin vera sína helstu ógn. Síðan 2013 hafa Bandaríkin verið það land sem Rússar telja sína helstu ógn. En ekki lengur, þar sem fram kemur í nýrri skoðanakönnun á vegum fyrirtækisins Levada Centr að aðeins 40% Rússa telji Bandaríkin vera meðal helstu óvinaþjóða Rússlands, en í fyrra nam hlutfallið 76%. Þýskaland (55%), Bretland (49%), Úkraína (43%) voru öll talin vera meiri óvinir í augum Rússa en Bandaríkin. Ljósbláa línan sýnir Bandaríkin, dökkblá sýnir Bretland, brúna línan sýnir Þýskaland og rauða línan sýnir Pólland. Heimild: Levada Centr Þau lönd sem Rússar telja sínar helstu vinaþjóðir eru Hvíta-Rússland, Kína, Indland og Norður-Kórea, samkvæmt sömu könnun en rúmlega 1.600 manns tóku þátt í könnuninni og er hún framkvæmd nokkrum sinnum á ári. Þessi viðhorfsbreyting Rússa varð í framhaldi af því Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti í janúar, en stefna hans er varðar innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er gjörólík afstöðu forvera síns, Joe Bidens. Kristallaðist það í heimsókn Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsið í mars, þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir gestinn. Trump hefur áður sagst eiga gott samband við Pútín. Þeir eru þó ekki á bestu nótum þessa dagana enda sagði Trump nýlega að Pútín væri „algjörlega genginn af göflunum“ eftir að Rússar gerðu umfangsmikla á Úkraínu um lok maí. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Síðan 2013 hafa Bandaríkin verið það land sem Rússar telja sína helstu ógn. En ekki lengur, þar sem fram kemur í nýrri skoðanakönnun á vegum fyrirtækisins Levada Centr að aðeins 40% Rússa telji Bandaríkin vera meðal helstu óvinaþjóða Rússlands, en í fyrra nam hlutfallið 76%. Þýskaland (55%), Bretland (49%), Úkraína (43%) voru öll talin vera meiri óvinir í augum Rússa en Bandaríkin. Ljósbláa línan sýnir Bandaríkin, dökkblá sýnir Bretland, brúna línan sýnir Þýskaland og rauða línan sýnir Pólland. Heimild: Levada Centr Þau lönd sem Rússar telja sínar helstu vinaþjóðir eru Hvíta-Rússland, Kína, Indland og Norður-Kórea, samkvæmt sömu könnun en rúmlega 1.600 manns tóku þátt í könnuninni og er hún framkvæmd nokkrum sinnum á ári. Þessi viðhorfsbreyting Rússa varð í framhaldi af því Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti í janúar, en stefna hans er varðar innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er gjörólík afstöðu forvera síns, Joe Bidens. Kristallaðist það í heimsókn Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsið í mars, þegar Trump og J.D. Vance varaforseti helltu sér yfir gestinn. Trump hefur áður sagst eiga gott samband við Pútín. Þeir eru þó ekki á bestu nótum þessa dagana enda sagði Trump nýlega að Pútín væri „algjörlega genginn af göflunum“ eftir að Rússar gerðu umfangsmikla á Úkraínu um lok maí.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira