Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 07:55 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen eru nú í haldi Ísraelsher. Hér er skjáskot úr myndbandi af hermönnum færa þeim samlokur og vatn. Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira