„Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. júní 2025 21:28 Arnar Bergmann Gunnlaugsson nældi í sinn fyrsta sigur sem þjálfari Íslands í kvöld. Mynd/Steve Welsh/Getty Images Arnar Bergmann Gunnlaugsson gat týnt fjölmargt jákvætt úr sigri íslenska karlalandsliðsins geng Skotlandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. Arnar Bergmann var að vinna sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska liðsins. „Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images Landslið karla í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
„Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti