„Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. júní 2025 21:28 Arnar Bergmann Gunnlaugsson nældi í sinn fyrsta sigur sem þjálfari Íslands í kvöld. Mynd/Steve Welsh/Getty Images Arnar Bergmann Gunnlaugsson gat týnt fjölmargt jákvætt úr sigri íslenska karlalandsliðsins geng Skotlandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. Arnar Bergmann var að vinna sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska liðsins. „Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
„Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira