Faglegt mat eða lukka? IV. Faglegt mat og ósvaraðar spurningar Bogi Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 08:01 Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun