Skor flytur: „Ansi þreytt“ að þurfa að reka fólk út klukkan tíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 10:41 Skor er einn vinsælasti píluveitingastöðum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Pílu- og veitingastaðurinn Skor flytur um set á næstu misserum, af Kolagötu yfir í húsnæði að Hafnarstræti 18. Eigandi segist langþreyttur á deilum um opnunartíma og bindur vonir við að geta lengt opnunartíma staðarins í nýju húsnæði. „Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“ Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“
Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29