Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 10:31 Jonathan Joss í þáttunum Parks and recreation. Leikarinn Jonathan Joss var skotinn til bana af nágranna sínum í Texas í gær. Eiginmaður Joss segir nágrannann vera hommahatara en þeir höfðu deilt um árabil. AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“