Lestur lykillinn að endurhæfingu? Hvað ef lestur væri lykillinn út? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. júní 2025 07:32 Á bak við múra fangelsanna felst ekki eingöngu refsing heldur einnig tækifæri. Tækifæri til að vaxa, læra og breyta um stefnu í lífinu. Í íslenskum fangelsum er oftar en ekki lítið um raunveruleg úrræði sem styðja við slíka vegferð, en á sama tíma má sjá nýleg dæmi frá öðrum löndum um nýstárlegar og mannúðlegar leiðir til að styrkja fanga og auka möguleikaá betra lífi eftir afplánun, til dæmis með því að umbuna fyrir nám og lestrarhæfni. Þar er um að ræða endurhæfingu sem virkar. 1. Brasilía – Lestur sem styttir dóma Í Brasilíu geta fangar tekið þátt í verkefni sem kallast Refsilækkun fyrir lestur (sp. Remissão pela Leitura). Með því að lesa allt að tólf bækur á ári og skila rituðum samantektum sem standast mat fá þeir 4 daga styttingu af dómi fyrir hverja bók, samtals allt að 48 daga á ári. Markmiðið er að efla læsi og gagnrýna hugsun og stuðla að menntun í fangelsum. 2. Noregur – Menntun og sjálfsábyrgð Í Noregi er áhersla lögð á menntun og eðlilegt líf innan fangelsa. Fangar hafa aðgang að almennu menntakerfi og námsárangur hefur áhrif á mat á reynslulausn. Í fangelsum eins og Bastøy er félagsleg endurhæfing í fyrirrúmi og endurkomutíðni fanga þar er aðeins um 16% – með því lægsta sem þekkist. 3. Bandaríkin – Inneign fyrir menntunÍ Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til kerfi þar sem föngum er umbunað með inneign (e. Merit Credits) fyrir þátttöku í námskeiðum, meðferðum, vinnu eða formlegu námi. Þetta getur dregið úr afplánunartíma þeirra um tugi daga á ári. 4. Svíþjóð – Náms- og starfsendurhæfing Svíþjóð hefur lagt áherslu á að fangar hafi tækifæri til að bæta menntun sína og vinna meðan á refsivist stendur. Námsþátttaka eykur líkur á reynslulausn og dregur úr endurkomu í fangelsi samkvæmt rannsóknum frá sænsku fangelsisyfirvöldunum. 5. Holland – Samfélagsverkefni og ábyrgðÍ Hollandi hafa fangar tækifæri til að vinna, læra og taka þátt í samfélagsverkefnum á meðan þeir afplána. Slíkt mat hefur áhrif á hvort og hvenær þeir fá reynslulausn og stuðlar að samfélagslegri ábyrgð. 6. Suður-Afríka – Bækur á bak við rimla Verkefnið Bækur á bak við rimla (e. Books Behind Bars) hvetur fanga til að lesa og taka þátt í umræðum um bókmenntir innan fangelsa. Þó að þátttakan leiði ekki beint til refsistyttingar er hún metin í matsferli um reynslulausn og getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd og framtíðarvonir fanga. 7. Danmörk – Menntun sem hluti af daglegri afplánun Í Danmörku er menntun fanga lögbundin og skipulögð af fangelsismálayfirvöldum. Fangar hafa rétt og skyldu til að taka þátt í 37 klukkustunda vinnuviku sem getur samanstaðið af vinnu, meðferð eða menntun. Þetta er hluti af stefnu sem miðar að því að undirbúa fanga fyrir lífið eftir lausn og draga úr endurkomu í fangelsi. Menntun í dönskum fangelsum nær yfir fjölbreytt námskeið, þar á meðal: Grunnmenntun í dönsku, stærðfræði og upplýsingatækni. Sérkennsla fyrir fanga með lestrar- og skriftarörðugleika. Starfsmenntun í iðngreinum eins og trésmíði, málun, grafískri hönnun, matreiðslu og annarri iðnaðarvinnu. Framhaldsskólanám sem sjálfsnám, með stuðningi frá sjálfboðaliðum. Í sumum fangelsum er boðið upp á sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum og getu hvers fanga.Menntun og önnur afrek leiða til þess að fangar fái að fara fyrr í opnari úrræði og frekari leyfisúrræði.Þetta danska fyrirkomulag sýnir að menntun er öflugt tæki til endurhæfingar. Íslendingar geta tekið þetta sem hvatningu til að þróa sambærileg úrræði hér á landi þar sem menntun og verknám eru í fyrirrúmi í fangelsiskerfinu. Hvers vegna skiptir þetta máli? Við í Afstöðu, félagi um bætt fangelsismál, höfum ítrekað bent á að fangelsi verði að þjóna tilgangi endurhæfingar, ekki aðeins einangrunar. Þekking, læsi og tækifæri til vaxtar eru meðal öflugustu tækjanna til að draga úr endurteknum brotum. Ef fangi lærir að tjá sig, lesa betur og skrifa, opnast nýjar dyr. Dyr sem leiða til atvinnu, menntunar, sjálfsvirðingar og betri aðlögunar að samfélaginu eftir að í frelsið er komið. Að innleiða sambærileg úrræði á Íslandi gæti skilað auknum lífsgæðum fyrir fanga og samfélagið í heild. Þar að auki væru það skilaboð um að við trúum á annað tækifæri raunverulega en ekki bara refsingu.Því miður höfum við ekki verið heppin með menntamálaráðherra í gegnum tíðina. Undafarin ár hafa menntamálaráðherrar algjörlega brugðist í menntamálum fanga og þeir haft að engu lögbundna skyldu sína í menntamálum fanga. Nú er ný ríkisstjórn og bindum við miklar vonir við að hún lagi að einhverju leyti fangelsismálin og þar vegur mest að mínu mati að nýr menntamálaráðherra taki stór skref því menntun er vissulega máttur og fækkar glæpum. Hvað ef Ísland væri næst? Við erum að fara að byggja nýtt fangelsi fyrir um 30 milljarða og sitt sýnist hverjum með tilganginn og nauðsyn þess. Við ættum fyrst af öllu að hugsa um hvernig við byggjum upp einstaklinga innan fangelsanna. Við gætum sett á fót lítið tilraunaverkefni þar sem föngum stendur til boða að taka þátt í bókaverkefni eða fjarnámi með raunverulegum umbunum – þar sem góð frammistaða gæti stytt afplánun í skrefum. Er það ekki þess virði að prófa? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á bak við múra fangelsanna felst ekki eingöngu refsing heldur einnig tækifæri. Tækifæri til að vaxa, læra og breyta um stefnu í lífinu. Í íslenskum fangelsum er oftar en ekki lítið um raunveruleg úrræði sem styðja við slíka vegferð, en á sama tíma má sjá nýleg dæmi frá öðrum löndum um nýstárlegar og mannúðlegar leiðir til að styrkja fanga og auka möguleikaá betra lífi eftir afplánun, til dæmis með því að umbuna fyrir nám og lestrarhæfni. Þar er um að ræða endurhæfingu sem virkar. 1. Brasilía – Lestur sem styttir dóma Í Brasilíu geta fangar tekið þátt í verkefni sem kallast Refsilækkun fyrir lestur (sp. Remissão pela Leitura). Með því að lesa allt að tólf bækur á ári og skila rituðum samantektum sem standast mat fá þeir 4 daga styttingu af dómi fyrir hverja bók, samtals allt að 48 daga á ári. Markmiðið er að efla læsi og gagnrýna hugsun og stuðla að menntun í fangelsum. 2. Noregur – Menntun og sjálfsábyrgð Í Noregi er áhersla lögð á menntun og eðlilegt líf innan fangelsa. Fangar hafa aðgang að almennu menntakerfi og námsárangur hefur áhrif á mat á reynslulausn. Í fangelsum eins og Bastøy er félagsleg endurhæfing í fyrirrúmi og endurkomutíðni fanga þar er aðeins um 16% – með því lægsta sem þekkist. 3. Bandaríkin – Inneign fyrir menntunÍ Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til kerfi þar sem föngum er umbunað með inneign (e. Merit Credits) fyrir þátttöku í námskeiðum, meðferðum, vinnu eða formlegu námi. Þetta getur dregið úr afplánunartíma þeirra um tugi daga á ári. 4. Svíþjóð – Náms- og starfsendurhæfing Svíþjóð hefur lagt áherslu á að fangar hafi tækifæri til að bæta menntun sína og vinna meðan á refsivist stendur. Námsþátttaka eykur líkur á reynslulausn og dregur úr endurkomu í fangelsi samkvæmt rannsóknum frá sænsku fangelsisyfirvöldunum. 5. Holland – Samfélagsverkefni og ábyrgðÍ Hollandi hafa fangar tækifæri til að vinna, læra og taka þátt í samfélagsverkefnum á meðan þeir afplána. Slíkt mat hefur áhrif á hvort og hvenær þeir fá reynslulausn og stuðlar að samfélagslegri ábyrgð. 6. Suður-Afríka – Bækur á bak við rimla Verkefnið Bækur á bak við rimla (e. Books Behind Bars) hvetur fanga til að lesa og taka þátt í umræðum um bókmenntir innan fangelsa. Þó að þátttakan leiði ekki beint til refsistyttingar er hún metin í matsferli um reynslulausn og getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd og framtíðarvonir fanga. 7. Danmörk – Menntun sem hluti af daglegri afplánun Í Danmörku er menntun fanga lögbundin og skipulögð af fangelsismálayfirvöldum. Fangar hafa rétt og skyldu til að taka þátt í 37 klukkustunda vinnuviku sem getur samanstaðið af vinnu, meðferð eða menntun. Þetta er hluti af stefnu sem miðar að því að undirbúa fanga fyrir lífið eftir lausn og draga úr endurkomu í fangelsi. Menntun í dönskum fangelsum nær yfir fjölbreytt námskeið, þar á meðal: Grunnmenntun í dönsku, stærðfræði og upplýsingatækni. Sérkennsla fyrir fanga með lestrar- og skriftarörðugleika. Starfsmenntun í iðngreinum eins og trésmíði, málun, grafískri hönnun, matreiðslu og annarri iðnaðarvinnu. Framhaldsskólanám sem sjálfsnám, með stuðningi frá sjálfboðaliðum. Í sumum fangelsum er boðið upp á sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum og getu hvers fanga.Menntun og önnur afrek leiða til þess að fangar fái að fara fyrr í opnari úrræði og frekari leyfisúrræði.Þetta danska fyrirkomulag sýnir að menntun er öflugt tæki til endurhæfingar. Íslendingar geta tekið þetta sem hvatningu til að þróa sambærileg úrræði hér á landi þar sem menntun og verknám eru í fyrirrúmi í fangelsiskerfinu. Hvers vegna skiptir þetta máli? Við í Afstöðu, félagi um bætt fangelsismál, höfum ítrekað bent á að fangelsi verði að þjóna tilgangi endurhæfingar, ekki aðeins einangrunar. Þekking, læsi og tækifæri til vaxtar eru meðal öflugustu tækjanna til að draga úr endurteknum brotum. Ef fangi lærir að tjá sig, lesa betur og skrifa, opnast nýjar dyr. Dyr sem leiða til atvinnu, menntunar, sjálfsvirðingar og betri aðlögunar að samfélaginu eftir að í frelsið er komið. Að innleiða sambærileg úrræði á Íslandi gæti skilað auknum lífsgæðum fyrir fanga og samfélagið í heild. Þar að auki væru það skilaboð um að við trúum á annað tækifæri raunverulega en ekki bara refsingu.Því miður höfum við ekki verið heppin með menntamálaráðherra í gegnum tíðina. Undafarin ár hafa menntamálaráðherrar algjörlega brugðist í menntamálum fanga og þeir haft að engu lögbundna skyldu sína í menntamálum fanga. Nú er ný ríkisstjórn og bindum við miklar vonir við að hún lagi að einhverju leyti fangelsismálin og þar vegur mest að mínu mati að nýr menntamálaráðherra taki stór skref því menntun er vissulega máttur og fækkar glæpum. Hvað ef Ísland væri næst? Við erum að fara að byggja nýtt fangelsi fyrir um 30 milljarða og sitt sýnist hverjum með tilganginn og nauðsyn þess. Við ættum fyrst af öllu að hugsa um hvernig við byggjum upp einstaklinga innan fangelsanna. Við gætum sett á fót lítið tilraunaverkefni þar sem föngum stendur til boða að taka þátt í bókaverkefni eða fjarnámi með raunverulegum umbunum – þar sem góð frammistaða gæti stytt afplánun í skrefum. Er það ekki þess virði að prófa? Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar