Æfðu þig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Ingrid Kuhlman skrifar 4. júní 2025 08:02 Ein af grunnstoðum sterkra tengsla er að vera til staðar fyrir fólk. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að gleðjast með fólki þegar því gengur vel. Þar kemur að gagni samtalstækni sem nefnist Active Constructive Responding (ACR) – eða virk og uppbyggileg svörun. ACR er gagnreynd aðferð sem getur stórbætt samskipti, hvort sem um er að ræða persónuleg eða fagleg sambönd. Sálfræðingurinn Shelly Gable sýndi fram á að viðbrögð okkar við gleðifréttum annarra hefur veruleg áhrif á traust, nánd og ánægju í samskiptum. Rannsóknir sýna að ACR er ein áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við góðum fréttum annarra: hún sýnir að þú hlustar, ert til staðar og samgleðst þeim af heilum hug. Hvernig virkar ACR? Þegar einhver deilir gleðifréttum með þér skaltu gefa þér tíma til að sýna einlægan áhuga og forvitni, láta jákvæðnina smitast og taka þátt í augnablikinu. Veittu viðkomandi óskipta athygli, haltu augnsambandi og tjáðu með bæði orðum og líkamsmáli að þú sért virkilega til staðar. Spyrðu spurninga sem dýpka gleðina, til dæmis „Hvað ætlarðu að gera til að fagna þessu?“ Markmiðið er að styðja við og viðhalda gleði viðmælandans – ekki að draga úr henni, breyta umræðuefninu eða beina samtalinu að þér. Gríptu þetta dýrmæta augnablik til að styrkja tengsl og traust á milli ykkar. Hér er dæmi: Vinur: „Ég fékk loksins stöðuhækkunina!“ ACR viðbragð: „En ánægjulegt! Ég veit hvað þú hefur lagt hart að þér. Hvað sagði yfirmaðurinn? Hvenær byrjarðu í nýju stöðunni? Hvernig líður þér með þetta?“ Slík viðbrögð sýna samkennd og hjálpa hinum að njóta augnabliksins til fulls. ACR styrkir ekki aðeins upplifun viðmælandans heldur eykur einnig þína eigin nærveru og samkennd. Hinar þrjár gerðir svörunar eru (sjá mynd): 1. Óvirk-uppbyggileg viðbrögð (Passive-Constructive): Þótt orðin séu jákvæð, vantar nærveru, tengingu og þátttöku í augnablikinu. Slík viðbrögð drepa umræðuna áður en hún nær flugi. „Já, flott.“ (á meðan þú heldur áfram að skoða símann). 2. Virk-niðurbrjótandi (Active-Destructive): Viðbrögðin eru áhugasöm, en í neikvæðum eða gagnrýnum tón. Þau draga úr jákvæðri upplifun viðmælandans og varpa skugga á gleðina. „Verður þetta ekki of mikið stress fyrir þig? Þetta er heilmikil ábyrgð. Sagðist þú ekki vilja verja meiri tíma með kærastanum?” 3. Óvirk-niðurbrjótandi (Passive-Destructive): Viðbrögðin sýna hvorki áhuga né fagnað heldur beina athyglinni að sjálfum þér. Viðmælandinn getur fundið fyrir afskiptaleysi eða vanvirðingu. „Æ, frábært. En veistu hvað? Ég fékk inn í háskólanám í Bandaríkjunum.” Þegar við bregðumst við gleðifréttum með áhugaleysi, sjálfvirkni eða neikvæðum hætti, glötum við dýrmætu tækifæri til að styrkja tengslin við viðmælandann. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) sýna hvað skiptir máli í samskiptum: að vera til staðar, taka þátt og gleðjast af einlægni með öðrum. Að æfa sig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Hér er einföld þriggja skrefa æfing sem hjálpar þér að tileinka þér þessa áhrifaríku samskiptatækni: Skref 1: Taktu eftir því þegar fólk í kringum þig deilir jákvæðum fréttum, stórum sem smáum. Dæmi: „Ég eldaði gómsætan kvöldmat í gær.” „Ég komst inn í námið sem ég sótti um!“ „Barnið mitt svaf alla nóttina í fyrsta sinn.“ „Við kláruðum verkefnið okkar fyrr en áætlað var.“ Skref 2: Svaraðu með með virkum og uppbyggilegum hætti. Til að sýna einlægan stuðning og þátttöku skaltu: hætta því sem þú ert að gera, t.d. leggja símann frá þér horfa á manneskjuna og hlusta af athygli sýna einlæga gleði með brosi, hljóði eða líkamsmáli spyrja opinna spurninga, t.d. „Hvernig var tilfinningin?” eða „Hvernig ætlarðu að fagna þessu?” deila gleðinni —fagna með viðkomandi Skref 3: Hugleiðing (valkvætt en áhrifaríkt) Eftir samtalið getur verið gagnlegt að íhuga og skrá: Hver deildi gleðifréttunum? Um hvað snerust þær? Hvernig brást þú við? Hvernig brást manneskjan við þínum viðbrögðum? Hvernig leið þér með þessi viðbrögð? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Lokaorð Að vera til staðar fyrir aðra í gleðistundum styrkir tengsl, dýpkar traust og eykur nánd. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) eru ekki flókin en þau krefjast meðvitundar og æfingar. Með því að veita öðrum einlæga athygli, samkennd og þátttöku gefum við þeim það sem allir þurfa: að vera séðir og metnir. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum sterkra tengsla er að vera til staðar fyrir fólk. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að gleðjast með fólki þegar því gengur vel. Þar kemur að gagni samtalstækni sem nefnist Active Constructive Responding (ACR) – eða virk og uppbyggileg svörun. ACR er gagnreynd aðferð sem getur stórbætt samskipti, hvort sem um er að ræða persónuleg eða fagleg sambönd. Sálfræðingurinn Shelly Gable sýndi fram á að viðbrögð okkar við gleðifréttum annarra hefur veruleg áhrif á traust, nánd og ánægju í samskiptum. Rannsóknir sýna að ACR er ein áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við góðum fréttum annarra: hún sýnir að þú hlustar, ert til staðar og samgleðst þeim af heilum hug. Hvernig virkar ACR? Þegar einhver deilir gleðifréttum með þér skaltu gefa þér tíma til að sýna einlægan áhuga og forvitni, láta jákvæðnina smitast og taka þátt í augnablikinu. Veittu viðkomandi óskipta athygli, haltu augnsambandi og tjáðu með bæði orðum og líkamsmáli að þú sért virkilega til staðar. Spyrðu spurninga sem dýpka gleðina, til dæmis „Hvað ætlarðu að gera til að fagna þessu?“ Markmiðið er að styðja við og viðhalda gleði viðmælandans – ekki að draga úr henni, breyta umræðuefninu eða beina samtalinu að þér. Gríptu þetta dýrmæta augnablik til að styrkja tengsl og traust á milli ykkar. Hér er dæmi: Vinur: „Ég fékk loksins stöðuhækkunina!“ ACR viðbragð: „En ánægjulegt! Ég veit hvað þú hefur lagt hart að þér. Hvað sagði yfirmaðurinn? Hvenær byrjarðu í nýju stöðunni? Hvernig líður þér með þetta?“ Slík viðbrögð sýna samkennd og hjálpa hinum að njóta augnabliksins til fulls. ACR styrkir ekki aðeins upplifun viðmælandans heldur eykur einnig þína eigin nærveru og samkennd. Hinar þrjár gerðir svörunar eru (sjá mynd): 1. Óvirk-uppbyggileg viðbrögð (Passive-Constructive): Þótt orðin séu jákvæð, vantar nærveru, tengingu og þátttöku í augnablikinu. Slík viðbrögð drepa umræðuna áður en hún nær flugi. „Já, flott.“ (á meðan þú heldur áfram að skoða símann). 2. Virk-niðurbrjótandi (Active-Destructive): Viðbrögðin eru áhugasöm, en í neikvæðum eða gagnrýnum tón. Þau draga úr jákvæðri upplifun viðmælandans og varpa skugga á gleðina. „Verður þetta ekki of mikið stress fyrir þig? Þetta er heilmikil ábyrgð. Sagðist þú ekki vilja verja meiri tíma með kærastanum?” 3. Óvirk-niðurbrjótandi (Passive-Destructive): Viðbrögðin sýna hvorki áhuga né fagnað heldur beina athyglinni að sjálfum þér. Viðmælandinn getur fundið fyrir afskiptaleysi eða vanvirðingu. „Æ, frábært. En veistu hvað? Ég fékk inn í háskólanám í Bandaríkjunum.” Þegar við bregðumst við gleðifréttum með áhugaleysi, sjálfvirkni eða neikvæðum hætti, glötum við dýrmætu tækifæri til að styrkja tengslin við viðmælandann. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) sýna hvað skiptir máli í samskiptum: að vera til staðar, taka þátt og gleðjast af einlægni með öðrum. Að æfa sig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Hér er einföld þriggja skrefa æfing sem hjálpar þér að tileinka þér þessa áhrifaríku samskiptatækni: Skref 1: Taktu eftir því þegar fólk í kringum þig deilir jákvæðum fréttum, stórum sem smáum. Dæmi: „Ég eldaði gómsætan kvöldmat í gær.” „Ég komst inn í námið sem ég sótti um!“ „Barnið mitt svaf alla nóttina í fyrsta sinn.“ „Við kláruðum verkefnið okkar fyrr en áætlað var.“ Skref 2: Svaraðu með með virkum og uppbyggilegum hætti. Til að sýna einlægan stuðning og þátttöku skaltu: hætta því sem þú ert að gera, t.d. leggja símann frá þér horfa á manneskjuna og hlusta af athygli sýna einlæga gleði með brosi, hljóði eða líkamsmáli spyrja opinna spurninga, t.d. „Hvernig var tilfinningin?” eða „Hvernig ætlarðu að fagna þessu?” deila gleðinni —fagna með viðkomandi Skref 3: Hugleiðing (valkvætt en áhrifaríkt) Eftir samtalið getur verið gagnlegt að íhuga og skrá: Hver deildi gleðifréttunum? Um hvað snerust þær? Hvernig brást þú við? Hvernig brást manneskjan við þínum viðbrögðum? Hvernig leið þér með þessi viðbrögð? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Lokaorð Að vera til staðar fyrir aðra í gleðistundum styrkir tengsl, dýpkar traust og eykur nánd. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) eru ekki flókin en þau krefjast meðvitundar og æfingar. Með því að veita öðrum einlæga athygli, samkennd og þátttöku gefum við þeim það sem allir þurfa: að vera séðir og metnir. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun