Æfðu þig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Ingrid Kuhlman skrifar 4. júní 2025 08:02 Ein af grunnstoðum sterkra tengsla er að vera til staðar fyrir fólk. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að gleðjast með fólki þegar því gengur vel. Þar kemur að gagni samtalstækni sem nefnist Active Constructive Responding (ACR) – eða virk og uppbyggileg svörun. ACR er gagnreynd aðferð sem getur stórbætt samskipti, hvort sem um er að ræða persónuleg eða fagleg sambönd. Sálfræðingurinn Shelly Gable sýndi fram á að viðbrögð okkar við gleðifréttum annarra hefur veruleg áhrif á traust, nánd og ánægju í samskiptum. Rannsóknir sýna að ACR er ein áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við góðum fréttum annarra: hún sýnir að þú hlustar, ert til staðar og samgleðst þeim af heilum hug. Hvernig virkar ACR? Þegar einhver deilir gleðifréttum með þér skaltu gefa þér tíma til að sýna einlægan áhuga og forvitni, láta jákvæðnina smitast og taka þátt í augnablikinu. Veittu viðkomandi óskipta athygli, haltu augnsambandi og tjáðu með bæði orðum og líkamsmáli að þú sért virkilega til staðar. Spyrðu spurninga sem dýpka gleðina, til dæmis „Hvað ætlarðu að gera til að fagna þessu?“ Markmiðið er að styðja við og viðhalda gleði viðmælandans – ekki að draga úr henni, breyta umræðuefninu eða beina samtalinu að þér. Gríptu þetta dýrmæta augnablik til að styrkja tengsl og traust á milli ykkar. Hér er dæmi: Vinur: „Ég fékk loksins stöðuhækkunina!“ ACR viðbragð: „En ánægjulegt! Ég veit hvað þú hefur lagt hart að þér. Hvað sagði yfirmaðurinn? Hvenær byrjarðu í nýju stöðunni? Hvernig líður þér með þetta?“ Slík viðbrögð sýna samkennd og hjálpa hinum að njóta augnabliksins til fulls. ACR styrkir ekki aðeins upplifun viðmælandans heldur eykur einnig þína eigin nærveru og samkennd. Hinar þrjár gerðir svörunar eru (sjá mynd): 1. Óvirk-uppbyggileg viðbrögð (Passive-Constructive): Þótt orðin séu jákvæð, vantar nærveru, tengingu og þátttöku í augnablikinu. Slík viðbrögð drepa umræðuna áður en hún nær flugi. „Já, flott.“ (á meðan þú heldur áfram að skoða símann). 2. Virk-niðurbrjótandi (Active-Destructive): Viðbrögðin eru áhugasöm, en í neikvæðum eða gagnrýnum tón. Þau draga úr jákvæðri upplifun viðmælandans og varpa skugga á gleðina. „Verður þetta ekki of mikið stress fyrir þig? Þetta er heilmikil ábyrgð. Sagðist þú ekki vilja verja meiri tíma með kærastanum?” 3. Óvirk-niðurbrjótandi (Passive-Destructive): Viðbrögðin sýna hvorki áhuga né fagnað heldur beina athyglinni að sjálfum þér. Viðmælandinn getur fundið fyrir afskiptaleysi eða vanvirðingu. „Æ, frábært. En veistu hvað? Ég fékk inn í háskólanám í Bandaríkjunum.” Þegar við bregðumst við gleðifréttum með áhugaleysi, sjálfvirkni eða neikvæðum hætti, glötum við dýrmætu tækifæri til að styrkja tengslin við viðmælandann. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) sýna hvað skiptir máli í samskiptum: að vera til staðar, taka þátt og gleðjast af einlægni með öðrum. Að æfa sig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Hér er einföld þriggja skrefa æfing sem hjálpar þér að tileinka þér þessa áhrifaríku samskiptatækni: Skref 1: Taktu eftir því þegar fólk í kringum þig deilir jákvæðum fréttum, stórum sem smáum. Dæmi: „Ég eldaði gómsætan kvöldmat í gær.” „Ég komst inn í námið sem ég sótti um!“ „Barnið mitt svaf alla nóttina í fyrsta sinn.“ „Við kláruðum verkefnið okkar fyrr en áætlað var.“ Skref 2: Svaraðu með með virkum og uppbyggilegum hætti. Til að sýna einlægan stuðning og þátttöku skaltu: hætta því sem þú ert að gera, t.d. leggja símann frá þér horfa á manneskjuna og hlusta af athygli sýna einlæga gleði með brosi, hljóði eða líkamsmáli spyrja opinna spurninga, t.d. „Hvernig var tilfinningin?” eða „Hvernig ætlarðu að fagna þessu?” deila gleðinni —fagna með viðkomandi Skref 3: Hugleiðing (valkvætt en áhrifaríkt) Eftir samtalið getur verið gagnlegt að íhuga og skrá: Hver deildi gleðifréttunum? Um hvað snerust þær? Hvernig brást þú við? Hvernig brást manneskjan við þínum viðbrögðum? Hvernig leið þér með þessi viðbrögð? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Lokaorð Að vera til staðar fyrir aðra í gleðistundum styrkir tengsl, dýpkar traust og eykur nánd. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) eru ekki flókin en þau krefjast meðvitundar og æfingar. Með því að veita öðrum einlæga athygli, samkennd og þátttöku gefum við þeim það sem allir þurfa: að vera séðir og metnir. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum sterkra tengsla er að vera til staðar fyrir fólk. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að gleðjast með fólki þegar því gengur vel. Þar kemur að gagni samtalstækni sem nefnist Active Constructive Responding (ACR) – eða virk og uppbyggileg svörun. ACR er gagnreynd aðferð sem getur stórbætt samskipti, hvort sem um er að ræða persónuleg eða fagleg sambönd. Sálfræðingurinn Shelly Gable sýndi fram á að viðbrögð okkar við gleðifréttum annarra hefur veruleg áhrif á traust, nánd og ánægju í samskiptum. Rannsóknir sýna að ACR er ein áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við góðum fréttum annarra: hún sýnir að þú hlustar, ert til staðar og samgleðst þeim af heilum hug. Hvernig virkar ACR? Þegar einhver deilir gleðifréttum með þér skaltu gefa þér tíma til að sýna einlægan áhuga og forvitni, láta jákvæðnina smitast og taka þátt í augnablikinu. Veittu viðkomandi óskipta athygli, haltu augnsambandi og tjáðu með bæði orðum og líkamsmáli að þú sért virkilega til staðar. Spyrðu spurninga sem dýpka gleðina, til dæmis „Hvað ætlarðu að gera til að fagna þessu?“ Markmiðið er að styðja við og viðhalda gleði viðmælandans – ekki að draga úr henni, breyta umræðuefninu eða beina samtalinu að þér. Gríptu þetta dýrmæta augnablik til að styrkja tengsl og traust á milli ykkar. Hér er dæmi: Vinur: „Ég fékk loksins stöðuhækkunina!“ ACR viðbragð: „En ánægjulegt! Ég veit hvað þú hefur lagt hart að þér. Hvað sagði yfirmaðurinn? Hvenær byrjarðu í nýju stöðunni? Hvernig líður þér með þetta?“ Slík viðbrögð sýna samkennd og hjálpa hinum að njóta augnabliksins til fulls. ACR styrkir ekki aðeins upplifun viðmælandans heldur eykur einnig þína eigin nærveru og samkennd. Hinar þrjár gerðir svörunar eru (sjá mynd): 1. Óvirk-uppbyggileg viðbrögð (Passive-Constructive): Þótt orðin séu jákvæð, vantar nærveru, tengingu og þátttöku í augnablikinu. Slík viðbrögð drepa umræðuna áður en hún nær flugi. „Já, flott.“ (á meðan þú heldur áfram að skoða símann). 2. Virk-niðurbrjótandi (Active-Destructive): Viðbrögðin eru áhugasöm, en í neikvæðum eða gagnrýnum tón. Þau draga úr jákvæðri upplifun viðmælandans og varpa skugga á gleðina. „Verður þetta ekki of mikið stress fyrir þig? Þetta er heilmikil ábyrgð. Sagðist þú ekki vilja verja meiri tíma með kærastanum?” 3. Óvirk-niðurbrjótandi (Passive-Destructive): Viðbrögðin sýna hvorki áhuga né fagnað heldur beina athyglinni að sjálfum þér. Viðmælandinn getur fundið fyrir afskiptaleysi eða vanvirðingu. „Æ, frábært. En veistu hvað? Ég fékk inn í háskólanám í Bandaríkjunum.” Þegar við bregðumst við gleðifréttum með áhugaleysi, sjálfvirkni eða neikvæðum hætti, glötum við dýrmætu tækifæri til að styrkja tengslin við viðmælandann. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) sýna hvað skiptir máli í samskiptum: að vera til staðar, taka þátt og gleðjast af einlægni með öðrum. Að æfa sig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Hér er einföld þriggja skrefa æfing sem hjálpar þér að tileinka þér þessa áhrifaríku samskiptatækni: Skref 1: Taktu eftir því þegar fólk í kringum þig deilir jákvæðum fréttum, stórum sem smáum. Dæmi: „Ég eldaði gómsætan kvöldmat í gær.” „Ég komst inn í námið sem ég sótti um!“ „Barnið mitt svaf alla nóttina í fyrsta sinn.“ „Við kláruðum verkefnið okkar fyrr en áætlað var.“ Skref 2: Svaraðu með með virkum og uppbyggilegum hætti. Til að sýna einlægan stuðning og þátttöku skaltu: hætta því sem þú ert að gera, t.d. leggja símann frá þér horfa á manneskjuna og hlusta af athygli sýna einlæga gleði með brosi, hljóði eða líkamsmáli spyrja opinna spurninga, t.d. „Hvernig var tilfinningin?” eða „Hvernig ætlarðu að fagna þessu?” deila gleðinni —fagna með viðkomandi Skref 3: Hugleiðing (valkvætt en áhrifaríkt) Eftir samtalið getur verið gagnlegt að íhuga og skrá: Hver deildi gleðifréttunum? Um hvað snerust þær? Hvernig brást þú við? Hvernig brást manneskjan við þínum viðbrögðum? Hvernig leið þér með þessi viðbrögð? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Lokaorð Að vera til staðar fyrir aðra í gleðistundum styrkir tengsl, dýpkar traust og eykur nánd. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) eru ekki flókin en þau krefjast meðvitundar og æfingar. Með því að veita öðrum einlæga athygli, samkennd og þátttöku gefum við þeim það sem allir þurfa: að vera séðir og metnir. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar