Á loks réttinn að öllum plötunum sínum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. maí 2025 22:26 Taylor Swift á loks réttinn að allri tónlistinni sinni. EPA Tónlistarkonan Taylor Swift hefur keypt réttindin að plötum sínum eftir sex ár og tvö eigendaskipti. Hún segir stærsta draum sinn hafa ræst. Fyrsta plötuútgáfufyrirtæki Swift, Big Machine, seldi umboðsmanninum Scooter Braun réttindin að plötunum sex árið 2019. Plöturnar fimm sem hún hefur gefið út síðan hafa verið gefnar út af Republic Records og á Swift sjálf réttindin. Swift tók einnig upp á því að taka aftur upp plöturnar og á tveimur árum gaf hún út sína útgáfu af plötunum Fearless, Red, Speak Now og 1989. Í nóvember árið 2020 ákvað Braun að selja fjárfestingarfyrirtækinu Shamrock Capital réttindin. Samkvæmt The Guardian keypti fyrirtækið réttindin fyrir þrjú hundruð milljónir bandarískra dollara eða rúma 38 milljarða íslenskra króna. Tónlistarkonan hefur nú keypt réttinn af Shamrock Capital og greiddi samkvæmt Billboard 360 milljónir dollara, tæpa 46 milljarða króna. Fyrirtækið hefur þó grætt mun meira á tónlistinni en talið er að Shamrock hafi grætt um þrjátíu milljónir dollara, tæpa fjóra milljarða króna, á ári á meðan þau áttu réttinn að tónlistinni. „Ég hætti næstum því að hugsa um að þetta gæti nokkurn tímann gerst, eftir tuttugu ár að hafa gulrótina innan seilingar og svo er henni kippt í burtu,“ segir Swift í tilkynningu til aðdáenda sinna. „Að segja að þetta sé stærsti draumur minn sem hefur ræst, þá er ég í raun og veru að vera fálát um það. Aðdáendur mínir vita hversu mikilvægt þetta er og hefur verið fyrir mig - svo mikilvægt að ég tók aftur upp og gaf út fjórar af plötunum mínum, kallaðar Taylor's Version.“ Tónlistarkonan hefur lengi verið vinsæl en sló öll met með tónleikaferðalagi sínu Eras Tour. Tónleikaferðalagið var það tekjuhæsta í sögunni og varð Swift milljarðamæringur þegar ferðalaginu lauk árið 2024. Hollywood Tónlist Bandaríkin Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Fyrsta plötuútgáfufyrirtæki Swift, Big Machine, seldi umboðsmanninum Scooter Braun réttindin að plötunum sex árið 2019. Plöturnar fimm sem hún hefur gefið út síðan hafa verið gefnar út af Republic Records og á Swift sjálf réttindin. Swift tók einnig upp á því að taka aftur upp plöturnar og á tveimur árum gaf hún út sína útgáfu af plötunum Fearless, Red, Speak Now og 1989. Í nóvember árið 2020 ákvað Braun að selja fjárfestingarfyrirtækinu Shamrock Capital réttindin. Samkvæmt The Guardian keypti fyrirtækið réttindin fyrir þrjú hundruð milljónir bandarískra dollara eða rúma 38 milljarða íslenskra króna. Tónlistarkonan hefur nú keypt réttinn af Shamrock Capital og greiddi samkvæmt Billboard 360 milljónir dollara, tæpa 46 milljarða króna. Fyrirtækið hefur þó grætt mun meira á tónlistinni en talið er að Shamrock hafi grætt um þrjátíu milljónir dollara, tæpa fjóra milljarða króna, á ári á meðan þau áttu réttinn að tónlistinni. „Ég hætti næstum því að hugsa um að þetta gæti nokkurn tímann gerst, eftir tuttugu ár að hafa gulrótina innan seilingar og svo er henni kippt í burtu,“ segir Swift í tilkynningu til aðdáenda sinna. „Að segja að þetta sé stærsti draumur minn sem hefur ræst, þá er ég í raun og veru að vera fálát um það. Aðdáendur mínir vita hversu mikilvægt þetta er og hefur verið fyrir mig - svo mikilvægt að ég tók aftur upp og gaf út fjórar af plötunum mínum, kallaðar Taylor's Version.“ Tónlistarkonan hefur lengi verið vinsæl en sló öll met með tónleikaferðalagi sínu Eras Tour. Tónleikaferðalagið var það tekjuhæsta í sögunni og varð Swift milljarðamæringur þegar ferðalaginu lauk árið 2024.
Hollywood Tónlist Bandaríkin Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira