Gert að finna aðra staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 07:47 Hjólhýsabyggðin var flutt á Sævarhöfða árið 2023. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur skipað starfshóp sem ætlað er að finna aðra og betri staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina sem nú er við Sævarhöfða. Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01