Gert að finna aðra staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 07:47 Hjólhýsabyggðin var flutt á Sævarhöfða árið 2023. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur skipað starfshóp sem ætlað er að finna aðra og betri staðsetningu fyrir hjólhýsabyggðina sem nú er við Sævarhöfða. Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Frá þessu segir í erindisbréfi hópsins sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn. Hjólhýsi fólks sem höfðu hafst við á tjaldsvæðinu í Laugardal um árabil voru flutt á iðnaðarlóð borgarinnar við Sævarhöfða árið 2023. Íbúar hafa lengi kvartað yfir nýju staðsetningunni og kallað eftir því að byggðinni verði fundinn annar og betri samastaður. Starfshópurinn er skipaður til sex mánaða og tekur til starfa nú um mánaðamótin og skulu tillögur liggja fyrir 1. nóvember næstkomandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hlutverk starfshópsins sé að raungera tillögu um að fundinn verði betri staðsetningu fyrir „hús á hjólum í stað núverandi staðsetningar á Sævarhöfða“ og skuli tillagan unnin í samráði við Samtök hjólabúa. Vísir/Vilhelm Starfshópurinn á jafnframt að tryggja samstarf skrifstofna og sérfræðinga og viðunandi málsmeðferð og stilla upp að minnsta kosti tveimur áætlunum sem unnt sé að velja úr. „Hópurinn mun tryggja samtal við Samtök hjólabúa, við samtök sveitarfélaga og annað tilfallandi. Hópurinn kannar lagaumgjörð, og þá hvort og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að leysa þörf á langtímastæðum hjólabúa, hvernig aðgangur og öryggi verði tryggt og hvernig rekstrarfyrirkomulagi væri háttað. Hópurinn mun setja sér verkefni og forgangsraða verkefnum eftir því sem við á í samráði við yfirmenn,“ segir í erindisbréfinu. Starfshópinn skipa þau Þórólfur Jónsson, Þorkell Heiðarsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Ómar Einarsson.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01